Fjármálaráðgjöf KPMG leggur áherslu á að auka virði fyrir viðskiptavini á öllum stigum fjárfestingaferlisins.

Verðmat fasteigna og byggingarlóða: KPMG býður upp á verðmatsþjónustu og arðsemismat á sviði fasteigna og fasteignaþróunarverkefna. KPMG hefur komið að verðmatsvinnu og yfirferð verðmats fyrir mörg af stærstu fasteignafélögum landsins.

Kaup og sala fasteignasafna/fasteignafélaga: KPMG veitir aðstoð við kaup, sölu og yfirtökur fyrirtækja og fasteigna sem og aðstoð við fjármögnun og fjármagnsskipan verkefna. KPMG hefur verið ráðgjafi kaupanda eða seljanda í fjölda fasteignaviðskipta með söfn leigueigna.

Áreiðanleikakannanir fasteignafélaga: Í dag eru flestir samningar um kaup og sölu fyrirtækja gerðir með fyrirvara um framkvæmd áreiðanleikakönnunar. Með áreiðanleikakönnun eykur fjárfestir skilning sinn á rekstri félags, fjárhagsstöðu þess og helstu áhættuþáttum í rekstrinum. KPMG býður upp á framkvæmd fjárhagslegra, skattalegra og lögfræðilegra áreiðanleikakannana bæði fyrir kaupendur og seljendur. KPMG hefur unnið áreiðanleikakannanir fyrir mörg af stærstu fasteignafélögum landsins.