Á öllum stigum hagsveiflunnar er þörf fyrir yfirtökur, sölur eða samruna - hvort sem markmiðið er að vaxa með yfirtökum eða að skerpa fókusinn með sölu á hluta starfseminnar. Þegar kemur að fyrirtækjaviðskiptum stendur þú frammi fyrir fjölmörgum ákvörðunum. KPMG styður við þig í gegnum allt ferlið - frá greiningu valkosta, öruggri verkstjórn á yfirtöku- eða söluferli og að uppskeru samlegðar- og hagræðingaráhrifa. 

Sérfræðingar KPMG hjálpa þér við að rýna í þær lykilspurningar sem vakna í gegnum öll stig skipulagningar og framkvæmdar viðskipta. Án réttrar stefnu, stuðnings og sérfræðiþekkingar getur hvert skref í ferlinu verið stór áskorun, óháð stærð fyrirtækisins. Til að vel takist til á þessu sviði þarf að marka stefnuna vel og vinna undirbúninginn af kostgæfni.

Stefnumörkun:

Greining valkosta:

Virði:

Framkvæmd:

Fyrir afhendingu:

100 daga áætlun:

Uppskera:

Hvernig hámarka ég virði hluthafa? 

Hvaða fyrirtæki eru vænlegir kostir til yfirtöku? 

Hvers virði eru valkostirnir? 

Hvernig loka ég hagstæðum kaupsamningi? 

Hvernig undirbý ég fyrsta dag rekstrar? 

Hvernig ætla ég að ná fram væntum áhrifum af yfirtökunni? 

Hvernig hámarka ég virði fjárfestingarinnar?