Fyrir fyrirtæki í kaup- og söluferli er ómetanlegt að hafa traustan ráðgjafa sér við hlið. Á undanförnum árum hefur KPMG komið að yfir helmingi allra fyrirtækjaviðskipta á Íslandi með einum eða öðrum hætti. Það er staðreynd sem enginn annar markaðsaðili getur státað sig af. Hjá okkur starfar fjöldi sérfræðinga sem hafa víðtæka reynslu og yfirsýn af fjölþættum verkefnum á þessu sviði og geta veitt aðstoð við kaup, sölu og yfirtökur fyrirtækja og fasteigna.
Við aðstoðum þig með:
Kaup fyrirtækja
- Greining tækifæra og upplýsinga í tengslum við val á vænlegum kauptækifærum
- Gagnaöflun og verðmat fyrirtækja
- Aðstoð við gerð kauptilboða. Aðstoð við gerð kynningargagna og kynninga fyrir fjármálastofnanir og - fjárfesta
- Aðstoð í samningaferli og við skjalafrágang
- Aðstoð við að ná hagstæðri fjármögnun
- Umsjón með og gerð áreiðanleikakannana
Sölu fyrirtækja
- Gagnaöflun um fyrirtækið og upplýsingar frá stjórnendum
- Verðmat auk greiningar á viðkomandi markaði
- Aðstoð við uppsetningu á söluferli
- Aðstoð við gerð kynningargagna fyrir fjárfesta
- Aðstoð við að finna fjárfesta og leiða að samningaborðinu
- Aðstoð í samningaferli og við mat á tilboðum út frá markmiðum seljenda
- Aðstoð við skjalafrágang
- Umsjón með og gerð áreiðanleikakannana
Samruna fyrirtækja
- Aðstoð við að leiða félög saman.
- Markmið með samruna útlistuð ásamt kostum og göllum.
- Mat á skiptihlutföllum.
- Aðgerðaráætlun.
- Kynning fyrir starfsmenn og aðra hagsmunaaðila.
- Stýring á samþættingu (sjá [tengill á samþættingu og aðskilnað reksturs])
Ástæður fyrir kaupum og sölu fyrirtækja eru eins margar og fyrirtækin eru ólík, en hvatinn er ævinlega sá að mynda eða verja verðmæti. Hjá KPMG finnur þú það innsæi sem kemur auga á tækifærin í kaupum og sölu fyrirtækja.