Magnús Gunnar Erlendsson

Partner og verðmatssérfræðingur

KPMG á Íslandi

Magnús hefur sérhæft sig í fjármálaráðgjöf og lagt sérstaka áherslu á flókna verðmatsvinnu í samræmi við alþjóðlega staðla.

Magnús hóf störf hjá ráðgjafarsviði KPMG árið 2005 og hefur verið hluthafi hjá félaginu frá árinu 2014. Hann hefur sérhæft sig í fjármálaráðgjöf og lagt sérstaka áherslu á flókna verðmatsvinnu í samræmi við alþjóðlega staðla en hann er með alþjóðlega vottun sem verðmatssérfræðingur hjá KPMG og fer fyrir verðmatsteymi KPMG á Íslandi. 

Þá hefur hann einnig veitt fjöldamörgum fyrirtækjum ráðgjöf við fjármögnun, endurskipulagningu, áætlunargerð og við kaup og sölu sem og ráðgjöf í áhættustýringu og framkvæmd áhættuvarnarreikningsskila.

Magnús hefur haldið fjölda námskeiða um framkvæmd verðmats í samræmi við alþjólega reikningsskilastaðla. Hann hefur einnig kennt verðmat fyrirtækja við Háskólann í Reykjavík sem og verðlagningu á afleiðum í meistaranámi til endurskoðunar.

Hægt er að hafa samband við Magnús á netfanginu: merlendsson@kpmg.is

Sérsvið

Verðmat, Fjármögnun, Áreiðanleikakannanir, Kaupa og sala, Endurskipulagning, Fjármálastarfsemi, Orka og innviðir, Fasteignir.

  • B.Sc. í viðskiptafræði, HÍ

  • M.Sc. í fjármálum fyrirtækja, Copenhagen Business School og Háskólinn í Reykjavík

  • KPMG Global Accredited Valuation Specialist.