KPMG gefur út ársyfirlit og sjálfbærniskýrslu í annað sinn þar sem er farið yfir rekstur og starfsemi ársins 2021-2022 og skuldbindingar með tilliti til umhverfisins, fólksins, hagsældar og stjórnarhátta.

Í skýrslunni eru upplýsingar um rekstur og starfsemi ársins en meginhluti hennar fjallar um sjálfbærnistefnu félagsins og þau markmið sem KPMG hefur sett í þeim efnum. Þar er einnig að finna áhrifamælaborð um sjálfbærnimál félagsins þar sem hægt er að sjá þróun þeirra mælikvarða sem við höfum sett okkur í hverjum flokki.

KPMG ætlar sér að vera í fararbroddi í sjálfbærnimálum, bæði þeim sem snúa að rekstri okkar og umhverfi, sem og því að miðla reynslu okkar til viðskiptavina og styðja þá á þeirra sjálfbærnivegferð.  Er það í takt við stefnu KPMG á alþjóðavettvangi.

Rekstrarári okkar hjá KPMG ehf. lauk núna þann 30. september 2022 sem jafnframt var 47. rekstrarár félagsins. KPMG er áfram leiðandi aðili á þeim markaði sem félagið starfar á og veitir breiða sérfræðiþjónustu til viðskiptavina sinna. Starfsfólk félagsins er nú um 300 og viðskiptavinir okkar eru nokkur þúsund, stórir sem smáir.

Við veitum ráðgjöf og þjónustu á sviði endurskoðunar, reikningsskila, bókhalds, skattskila og viðskiptaráðgjafar með það að sjónarmiði að vera sá trausti samstarfsaðili sem viðskiptavinir okkar geta leitað til varðandi áskoranir í sínum rekstri. Styrkur KPMG felst í þessari breidd og þeirri miklu og fjölbreyttu flóru sérfræðinga á mörgum sviðum sem vinna þétt saman, viðskiptavinum og samfélaginu öllu til hagsbóta.

Hlynur Sigurðsson

Lykiltölur úr rekstri

Lykiltölur úr rekstri

Sjálfbærni hjá KPMG

Stefna KPMG á Íslandi byggir á þremur drifkröftum: Ánægju starfsfólks, að vera augljóst val viðskiptavina og hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Drifkraftar okkar standa á tveimur undirstöðum, því að vera betri saman, þ.e. að nýta breiða þekkingu okkar og fjölbreyttan bakgrunn fyrir okkur sjálf og viðskiptavini og því að leita leiða til að auka skilvirkni og nýta tækni með markvissum hætti. Þannig viljum við stuðla að sem mestum ávinningi fyrir fólk, umhverfi og samfélag með hagsæld að leiðarljósi en lágmarka um leið neikvæð áhrif af starfsemi okkar.

Við byggjum markmið okkar á þeim þáttum sem fram komu í mikilvægisgreiningu en við skilgreindum í kjölfarið mælikvarða og aðgerðir sem ráðast þarf í til að ná markmiðum okkar. Markmið og nánari stefna í sjálfbærni hefur verið fléttuð inn í heildarstefnu félagsins sem birt er í sjálfbærniskýrslu KPMG.

Það er okkur mikilvægt sem fyrirtæki að leggja okkar af mörkum í átt að sjálfbærari heimi. Það gerum við ekki bara með vinnu að eigin markmiðum í sjálfbærni heldur einnig á samstarfsvettvangi fyrirtækja og stofnana sem hafa það að markmiði að auka sjálfbærni í heiminum.

Helstu kaflar sjálfbærniskýrslu KPMG