Við gerum okkur grein fyrir að í stóra samhenginu eru bein áhrif okkar ekki veruleg en við vitum að hvert skref sem tekið er í að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga skiptir máli. Við vitum líka að við getum haft óbein áhrif í umhverfis og loftslagsmálum í gegnum viðskiptavini okkar.  

Samkvæmt mikilvægismati okkar eru loftslagsbreytingar og umhverfisáhrif innan virðiskeðjunnar þeir þættir sem við, sem fyrirtæki, getum haft sem mest áhrif á. 

Við höldum því áfram að vinna að kolefnishlutleysi árið 2030 en KPMG á heimsvísu hefur skuldbundið sig til að vera kolefnishlutlaust (e. net-zero) félag árið 2030.

Sem hluta af þessari vegferð mældum við í fyrsta sinn á árinu 2021 beina losun okkar (umfang 1 og 2) aftur til ársins 2017 og tókum fyrstu skrefin að því að mæla óbeina losun okkar (umfang 3) í samræmi við GHG staðla. Á starfsárinu 2022 héldum við áfram að fylgjast með losun okkar og mældum losun með sama hætti og áður fyrir starfsárið. Markmið okkar á starfsárinu 2023 er að greina frekar losun okkar einkum í umfangi 3, skilgreina skýrar aðgerðir til að draga úr losun og kolefnisjafna þá losun sem eftir stendur með vottuðum verkefnum. 

Áhrifamælaborð umhverfis- og loftslagsstefnu

maelabord