Hagsæld
Hagsæld er ein af grunnstoðum þess að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna en áætlun Sþ um sjálfbæra þróun til ársins 2030 skilgreinir hagsælt samfélag sem samfélag þar sem jákvæðar breytingar eiga sér stað fyrir allt fólk. Þá hefur Alþjóðaefnahagsráðið einnig tilgreint hagsæld sem eina að meginstoðum í sjálfbærni, ásamt umhverfis- og loftslagsþáttum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum.
Hagsæld byggir á þremur þáttum:
Hagvexti sem byggir á mannsæmandi atvinnu, sjálfbæru lífsviðurværi, félagslegri vend og aðgangi að fjármálaþjónustu fyrir öll.
Nýsköpun og þróun til að skapa sameiginleg verðmæti.
Sameiginleg velmegun og sanngjarnan vöxt sem byggir á sjálfbærri framleiðslu og neyslu.
Framlag starfsemi okkar til hagsældar fellur undir alla þrjá þættina. Sem vinnustaður veitum við starfsfólki okkar mannsæmandi og stöðuga atvinnu byggða á kjarasamningum sem stuðlar að sjálfbæru lífsviðurværi og félagslegri vend. Við erum virk í stuðningi sprota- og nýsköpunarfyrirtækja og í gegnum vöruframboð okkar aðstoðum við fyrirtæki á margvíslegan hátt við að auka sjálfbæra framleiðslu og vinna að sameiginlegri velmegun.