Við veitum víðtæka sérfræðiþjónustu til fjölbreytts hóps viðskiptavina sem koma af öllum sviðum atvinnulífsins sem og frá hinu opinbera og þriðja geiranum. Starfsemi okkar og þjónusta byggir á trausti og áreiðanleika og viljum við vera fremst í flokki á því sviði meðal fyrirtækja sem veita sambærilega þjónustu. Grunnþjónusta okkar gegnir lykilhlutverki í að skapa traust á fjármálamörkuðum og skapa þannig verðmæti fyrir samfélagið. Vegna þessa eru góðir og sanngjarnir stjórnarhættir einn mikilvægasti þátturinn í starfsemi okkar.

Vernd og öryggi upplýsinga og gagna er ein af grunnstoðum þess að geta rekið traust og áreiðanlegt þekkingarfyrirtæki og er því gagnaöryggi því einn af grundvallarþáttum í starfsemi okkar. KPMG Global setur grunnviðmið og kröfur til aðildarfélaga sinna um upplýsingaöryggi og byggja þær kröfur m.a. á þekktum stöðlum á borð við ISO 27001 og ISO 27002. Auk þess  höfum við innleitt eftirlitsþætti sem taka mið af íslenskum lögum og reglugerðum. Við höfum sett okkur skjalfesta upplýsingaöryggisstefnu og skipulagt stjórnkerfi upplýsingaöryggis sem rekstur upplýsingatækniumhverfis okkar byggir á. Skipulagt innra eftirlit er á stjórnkerfinu bæði hjá okkur og af KPMG Global. Hjá félaginu er starfandi upplýsingaöryggisstjóri, persónuverndarfulltrúi og upplýsingaöryggisnefnd. Þá fær starfsfólk okkar árlega þjálfun í gagnaöryggi og persónuvernd og staðfestir að það starfi í samræmi við notendaskilmála er meðal annars varða vernd upplýsinga og viðeigandi notkun tæknibúnaðar og upplýsingakerfa. 

Áhrifamælaborð Stjórnarhátta

stjornarhaettir