Við úttekt á upplýsingagjöf og innra eftirliti með  sjálfbærniupplýsingum kanna sérfræðingar KPMG hvort upplýsingagjöf um sjálfbærnimál sé í samræmi við komandi löggjöf um sjálfbærni (CSRD) og taka út hvort innra eftirlit og gögn sem liggja til grundvallar sjálfbærniupplýsingum uppfylli kröfur sem gerðar eru til staðfestanlegra upplýsinga. Tilgangurinn er að undirbúa fyrirtæki fyrir áritun endurskoðanda á sjálfbærniskýrslur og draga úr þeirri hættu að fyrirtæki uppfylli ekki lögbundnar kröfur sem gerðar verða til sjálfbærniskýrslna.

Grunnurinn lagður fyrir áreiðanlega upplýsingagjöf

Með úttektinni eru veikleikar í upplýsingagjöf og innra eftirliti með sjálfbærniupplýsingum greindir og kortlagðir. Vinna okkar felst ekki í að innleiða eða hanna ferli og eftirlitsaðgerðir heldur munum við aðstoða ykkur við að greina hvar úrbóta er þörf við að leggja fram  staðfestanlegar og áreiðanlegar sjálfbærniskýrslur. 

Samskipti og verkferlar

Við úttektina nýta sérfræðingar KPMG þá víðtæku reynslu og þekkingu sem þeir búa yfir og mun það endurspeglast í þeirra vinnu. Samskipti og verkferlar eru með svipuðum hætti og í hefðbundinni endurskoðunarvinnu þar sem ferlar, eftirlit og skýrslugjöf eru vandlega yfirfarin. Vinna sérfræðinga okkar miðast ávallt að því að vera eins skilvirk og mögulegt er og í góðu samstarfi við viðskiptavininn.

VIð aðstoðum þig

Niðurstöður og ábendingar

Við lok úttektar taka sérfræðingar okkar saman skýrslu með ábendingum og helstu niðurstöðum úr okkar vinnu. Niðurstöður skýrslunnar má nýta til að innleiða nauðsynlegar úrbætur á ferlum og skýrslugjöf um sjálfbærnimál áður en kemur að eiginlegri vinnu endurskoðenda við staðfestingu sjálfbærniskýrslunnar. Þessi undirbúningur mun skila sér í skilvirkri og áreiðanlegri upplýsingagjöf enda vitum við að það er og verður áskorun fyrir mörg fyrirtæki að útbúa fullbúnar og staðfestanlegar sjálfbærniskýrslur

Úttekt á upplýsingagjöf og innra eftirliti með sjálfbærniupplýsingum er grunnur að því að leggja fram full endurskoðaðar sjálfbærniskýrslur

Aukið eftirlit og gæði upplýsinga

Hagaðilar og eftirlitsaðilar leggja stöðugt meiri áherslu á sjálfbærniupplýsingar og mikilvægt að öll fyrirtæki undirbúi sig fyrir auknar kröfur. Þróunin er í þá átt að gerðar verða sömu kröfur til gerð sjálfbærniskýrslna og til ársreikninga hvað varðar vandaða, ítarlega og áreiðanlega upplýsingagjöf.  Einnig er gert ráð fyrir því að sjálfbærniskýrsla verði árituð á sama tíma og ársreikningur sem verður áskorun fyrir mörg fyrirtæki. Fyrirtæki þurfa að huga að sinni sjálfbærnivegferð eins fljótt og auðið er til þess að vera tilbúin þegar krafist er af þeim að safna gögnum, meta og mæla árangur og birta skýringar og lykilmælikvarða. Er það ekki síður mikilvægt þar sem staðfestingu þriðja aðila þarf til að tryggja trúverðugleika upplýsinganna. 

Sérfræðingar KPMG á sviði sjálfbærni og endurskoðunar geta veitt góða innsýn inn í hvort núverandi ferli og verklag við gerð sjálfbærniskýrslu uppfylli kröfur sjálfbærnistaðla. Verkefnið getur fljótt orðið krefjandi og yfirgripsmikið - en með því að nálgast það á skipulegan hátt og með markvissri nálgun verður verkið mun einfaldara.