Fjármál fyrirtækja taka stöðugum breytingum í tæknivæddu samfélagi nútímans. Hagaðilar á öllum sviðum hafa aukna þörf fyrir aukið innsæi inn í fjármál fyrirtækisins og samhliða aukast kröfur um upplýsingagjöf. Stjórnendur fyrirtækja þurfa að stuðla að auknum sveigjanleika í rekstrarumhverfinu til þess að aðlagast örum breytingum þannig að aukinn árangur náist. Þannig þurfa stjórnendur að samhæfa tækniþróun, gæði upplýsinga og vinnuferla. KPMG leggur áherslu á að stefnumótun og áætlanagerð í fjármálum, stafræn þróun og gagnagreind sé samtengt við breytingar á hlutverkum starfsfólks og áhættustjórnun. 

Við aðstoðum fyrirtæki og rekstraraðila við fjölmörg atriði sem varða fjármálastjórn. Eitt mikilvægasta verkefnið er styrk áætlanagerð í fjármálum sem endurspeglar stefnu fyrirtækja, en þar veitum við víðtæka ráðgjöf og þjónustu. Í þjónustu okkar er lögð áhersla á við greiningar og úttektir á stöðu fjármála og öflugar árangursmælingar og stuðningur við innleiðingu breytinga á sviði fjármála.

Þjónustuframboð okkar snýr að:

  • Stefnumótun
  • Áætlanagerð
  • Skýrslu- og líkanagerð
 
  • Umbætur í eftirlitsumhverfi og hlýtni við lög og reglur
  • Umbætur á vinnuferlum og á hlutverkum
  • Auka gagnagæði