Með viðskiptagreind getur þú umbreytt gögnum úr rekstrinum í verðmætar upplýsingar sem styðja þig við rétta og tímanlega ákvarðanatöku.
Við getum aðstoðað við sjálfvirka framsetningu á skýrslum, rekstrarmælaborðum og öðrum gagnagreiningum sem spara tíma, auka virði og bæta yfirsýn.
Gögn hjálpa þér við að sjá heildarmyndina hvort sem greina þarf eldri upplýsingar, rauntímagögn eða spá fyrir um hvað muni gerast á næstunni. Sú sýn gerir þér kleift að taka upplýsta ákvörðun, allt frá stefnumótun til beinna samskipta við viðskiptavini og hagsmunaaðila.
Við aðstoðum þig með:
- Að skilgreina lykilmælikvarða
- Ítrun núverandi skýrsluumhverfis
- Hönnun mælaborða sem endurspegla lykilmælikvarða
- Greiningu tækifæra til hagræðingar og bættum árangri í rekstri
- Skilgreingu hlutverka og þjónustuveitingu fjármálasviðs til annarra sviða
Með notkun viðskiptagreindar og stefnu til að bæta yfirsýn er hægt að:
- Öðlast betri innsýn til að spyrja réttu spurninganna
- Taka upplýstar ákvarðanir
- Undirbúa stefnumarkandi aðgerðir
- Bæta þjónustu við viðskiptavini og hagsmunaaðila
- Spá fyrir um framtíðina
- Bæta greiningu á mögulegum veikleikum og
finna áhættuþætti í rekstri - Sjálfvirknivæða vinnu við einfaldari verk sem hægt er að
framkvæma með sjálfvirkum hætti og einblína frekar á verðmætari liði í rekstrinum - Einfalda reglulega skýrslugjöf, t.d. gagnvart stjórn og starfsfólki og spara þar með tíma og fyrirhöfn