Fjármagnsskipan fyrirtækja þarf að samrýmast markmiðum og þörfum þeirra. Því skiptir miklu máli að samræma markmiðin og þá valkosti sem fyrir hendi eru við öflun láns- og hlutafjár þegar velja á fjármögnunarleiðir.  

KPMG aðstoðar viðskiptavini í gegnum fjármögnunarferlið, allt frá mati og mörkun stefnu til árangursríkrar framkvæmdar. 

Sérfræðingar KPMG hjálpa viðskiptavinum að einblína á lykilspurningar við öflun fjármagns í samræmi við skilgreind markmið. 

Við aðstoðum þig með:

  • Fjármagnsskipan: Hvernig hámarka ég virði allra hagaðila? 
  • Greiningu valkosta: Hvaða fjármögnunarleiðir eru mögulegar? 
  • Samningagerð: Hvernig næ ég fram hagstæðum skilmálum? 
  • Frágang: Hvernig stýri ég samskiptum? 
  • Traust: Hvernig haga ég samskiptum við hagaðila og viðheld traustu viðskiptasambandi?