Við hjálpum viðskiptavinum að þróa áreiðanlegar og skýrar stjórnunarskýrslur, fjárhagsáætlanir og spáferla sem eru samþættir stefnumótun og árangursstjórnun. 

Sérfræðingar okkar veita viðskiptavinum stuðning við að ná árangri í fjármálum með eftirfylgni við áætlanir og aðkomu að reglulegum uppgjörsfundum.

Við aðstoðum þig með:

  • Aðstoð við áætlanagerð
  • Líkanagerð vegna áætlunargerðar
  • Stuðningur við breytingastjórnun við innleiðingu áætlanagerðar

Eitt mikilvægasta verkefnið í fjármálum er styrk áætlanagerð sem endurspeglar stefnu fyrirtækja sem gerir stjórnendum jafnframt kleift að meta stöðu og bregðast við frávikum um leið og þau verða.