Stafræn nýsköpun, vaxandi markaðsáhætta, auknar kröfur um upplýsingagjöf um UFS þætti og þrýstingur til að draga úr losun CO2í (CO2 ígildi)

Þessi málefni og mörg önnur keyra áfram breytta heimsmynd og skapa áskoranir fyrir fyrirtæki og stofnanir. Félög í orku- og innviðageiranum þurfa að skilja áhrif breytinga og vera tilbúin að aðlaga viðskiptamódelið og rekstur til að mæta þessum áskorunum og nýta sem best tækifærin sem felast í þeim.

Orku- og innviðafyrirtæki þurfa agaða og skipulagða nálgun til að greina og undirbúa sig fyrir hið óvænta og þar getum við hjálpað.

KPMG hefur yfir að ráða breiðum hópi sérfræðinga með áralanga reynslu í orku- og innviðageiranum. Okkar sérfræðingar eru til staðar og geta aðstoðað okkar viðskiptavini hvort sem það er á sviði endurskoðunar, reikningsskilum, ráðgjafar og skatta- og lögfræðiþjónustu. 

Hverjar sem áskoranir okkar viðskiptavina eru höfum við aðgang að neti sérfræðinga með viðeigandi sérþekkingu til að leysa þau verkefni.