Gildin okkar

Gildin okkar

Eitt af því sem starfsmenn KPMG eiga sameiginlegt eru gildi.

Eitt af því sem starfsmenn KPMG eiga sameiginlegt eru gildi.

KPMG Global var á meðal fyrstu stóru endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækjanna (Big Four) til að setja sér sameiginleg gildi. Þessi gildi hafa staðist tímans tönn og eru enn leiðarljós starfsmanna og samofin stefnumörkun og starfsemi félagsins um allan heim.

Hér eru gildin í íslenskri þýðingu: 

  • Við erum góð fyrirmynd - á öllum stigum og komum fram með þeim hætti sem sýnir glöggt hvers við væntum hvert af öðru og af viðskiptavinum okkar.
  • Við vinnum saman - náum fram því besta hvert hjá öðru og sköpum sterkt og árangursríkt vinnuumhverfi.
  • Við virðum hvert annað - virðum einstaklinga eins og þeir eru og virðum þekkingu þeirra, hæfileika og reynslu sem einstaklinga og meðlimir ráðgjafarteymis.
  • Við kryfjum mál til mergjar - véfengjum ályktanir, leitum staðreynda og styrkjum orðspor okkar sem traustir og óhlutdrægir viðskiptaráðgjafar.
  • Við erum opin og einlæg í samskiptum -  skiptumst reglulega á upplýsingum og innsýn og tökumst á við erfiðar aðstæður af hugrekki og hreinskilni.
  • Við erum ábyrgir og virkir þjóðfélagsþegnar - við komum fram sem ábyrgir meðlimir viðskiptalífsins og eflum kunnáttu okkar, reynslu og yfirsýn í gegnum störf okkar í samfélaginu.
  • Allt sem við gerum endurspeglar heilindi - við stefnum ætíð að því að fylgja ströngustu faglegu kröfum, veita áreiðanlega ráðgjöf og viðhalda óhæði okkar af nákvæmni.