Upplýsinga- og netöryggi

Netöryggi er ein af mikilvægustu áskorunum stjórnenda fyrirtækja í dag. Tölvuárásir verða sífellt algengari samhliða því að vistun, meðhöndlun og úrvinnsla upplýsinga á stafrænu formi fer stigvaxandi með hverju ári. Viðbúnaður fyrirtækja gagnvart slíkum árásum hefur aldrei verið jafn mikilvægur.

Samstarf við KPMG á Norðurlöndum

KPMG á Íslandi vinnur náið með KPMG á Norðurlöndunum og býður fjölbreytta þjónustu á sviði netöryggismála. Skrifstofa KPMG í Finnlandi hefur sérhæft sig í netöryggismálum og hefur á að skipa stóru teymi sérfræðinga á sviði netöryggismála sem þekkja vel starfsumhverfi og hvernig eigi að mæta þörfum viðskiptavina.

Við getum aðstoðað með:

  • Greiningu á stöðu netöryggismála
  • Veikleika- og innbrotsprófanir á netkerfum, vefsíðum og snjall forritum.
  • Veikleikagreiningar og veikleikastjórnun.
  • Viðbragðsáætlun.
  • Stefnumótun netöryggismála og umbætur.
  • Persónuvernd og gagnaöryggi.
  • Úttekt og öryggisvottanir.