Með Microsoft 365 lausnum geta fyrirtæki einfaldað vinnuumhverfi, forgangsraðað betur og þannig hagrætt í rekstri. Innleiðing á lausnum Microsoft 365, með þjálfun og nýjum ferlum og verklagi, hjálpar fólki að starfa þéttar saman, deila upplýsingum og þekkingu, ásamt því að einfalda aðgengi að gögnum.

Fyrirtæki og stofnanir nálgast nútíma vinnuumhverfi á misjafnan hátt en eiga það sameiginlegt að kljást við að ná jafnvægi og koma á sem bestum starfsvenjum. Sérstaklega í kringum hvenær og hversu mikið starfsfólk á að koma inn á skrifstofuna á móti fjarvinnu. Þróunin er sífelld með nýrri og breyttri tækni í vinnuumhverfinu þar sem nútíma vinnuumhverfi gerir kröfu á að starfsfólk geti unnið hvar sem er og hvenær sem er og árangur ræðst af því hvernig okkur gengur að vinna saman.

Microsoft 365 lausnir fyrir nútíma vinnuumhverfi:

VIVA

Viva Insights
Bætt framleiðni og vellíðan starfsfóllks með gagnadrifini innsýn, ráðleggingum og tillögum, Insights styðst við gervigreind / Machine Learning til að koma með tillögur, ráðleggingar etc.

Viva Engage
Samfélagsmiðill innan fyrirtækis.

Viva Pulse
Lausn til að fá endurgjöf starfsfólks.

Viva Learning
Fræðslukerfi sem tengist SharePoint, auk þess að mögulegt er að tengja við bókasöfn hjá Microsoft, LinkedIn Learning ofl.

Skjölun í skýinu

Skipulagt kaos er lýsandi fyrir skjalastjórn og skjalavistun í stafrænu umhverfi. Dæmi eru um að skjalastefna, ferlar og verklag séu til staðar sem hafa þó ekki verið innleidd. Skjöl eru
geymd á skráarþjónum, innraneti, viðskiptakerfum, Microsoft 365 umhverfinu (Teams,
SharePoint, OneDrive), harða disknum á tölvum eða á USB kubbum. Þessu fylgir að erfitt er að finna skjöl, sama skjalið er til í mörgum útgáfum á mörgum stöðum, mörg sniðmát eru í gangi og útgáfusaga er ekki skýr.

Með því að geyma gögn í Microsoft 365 skýinu er hægt að nálgast þau frá mörgum tækjum. Einnig er einfalt að deila gögnum beint úr Skýinu og stýra aðgengi að viðhengjum sem eykur öryggi gagna.

Lausnir sem auka skilvirkni

Microsoft 365 inniheldur margar lausnir umfram hinn hefðbundna Office pakka:

Lists
Lists hjálpar til við skipulag, beiðnir og fleira, auk þess að tengjast á auðveldan hátt inn í teymi í Teams. Allir í teyminu sjá listann og breytingar í rauntíma, sem skilar mikilli skilvirkni. Lists er lausn sem hjálpar þér að fylgjast með upplýsingum og skipuleggja vinnuna. List er einföld, snjöll og sveigjanleg lausn, sem gefur yfirsýn yfir það sem skiptir teymið þitt mestu máli. Með tilbúnum sniðmátum er einfalt að stofna lista hvort sem er í smáforriti í símanum eða með Microsoft Teams.

Loop
Loop gerir allt samstarf og öll samskipti enn auðveldari. Með Loop er hægt að skapa saman á auðveldan hátt, sama hvar við erum stödd eða hvaða verkfæri við notum. Loop sameinar teymi, efnivið og verkefni þvert á tæki og tól.

Forms
Í Forms setjum við upp skoðanakannanir, spurningar og fleira. Hægt er að skoða öll svör í innbyggðu mælaborði, auk þess að flytja með einföldum hætti yfir í Excel.

Copilot
Copilot er næsta kynslóð gervigreindar sem hægt er að gera aðgengilega í lausnum Microsoft 365.

Þjálfun

Teams
Teams auðveldar hópavinnu þar sem sameiginlegt hópasvæði heldur utan um gögn, verkefnaferli og verkefnastöðu, fundargerðir ofl. Með notkun Teams fæst skýr fókus þar sem öll gögn og upplýsingar eru aðgengilegar öllu teyminu á einum stað. Þannig minnkar tími sem oft fer í að leita að gögnum og upplýsingum tengdu verkefni.

Skjalavinnsla í skýinu
Með því að geyma gögn í M365 skýinu er hægt að nálgast þau frá mörgum tækjum. Einnig er einfalt að deila gögnum beint úr Skýinu og stýra aðgengi að viðhengjum sem eykur öryggi gagna.

OneDrive for Business
OD4Ber hluti af Office 365 og er geymslusvæði í skýinu. OD4B leysir "my documents" af hólmi, hægt er að nálgast gögnin frá mörgum tækjum auk þess sem það er einfalt að deila gögnum beint úr skýinu og stýra aðgengi að viðhengjum sem eykur öryggi gagna.

SharePoint
SharePoint er skýjaþjónusta sem hjálpar stórum og smáum fyrirtækjum að deila og stjórna gögnum, halda utanum lista og gagnagrunna, ásamt því að byggja upp miðlæga þekkingu og halda utanum hópavinnu og verkefni. SharePoint býður upp á ríkulegt samstarfsumhverfi þar sem fólk innan og utan fyrirtækisins getur unnið saman með öruggu aðgengi að gögnum.

Öryggisvitund
Auka vitund og þekkingu á ógnum og hættum á netinu svo sem með tölvupóstum og fölskum vefsíðum.