Stafrænar lausnir

Stafrænar lausnir leysa viðfangsefni eins og gæðastjórnun, áhættustjórnun, samningastjórnun, atvikastjórnun og sjálfbærnistjórnun ásamt öðrum sértækum ferlum fyrirtækja.

Með því að sameina þessi meginviðfangsefni í heildstæða lausn, bætum við yfirsýn stjórnenda, eftirfylgni og úrvinnslu umbóta og almennt betri stjórnun á innviðaverkefnum og rekstri.


KPMG er traustur samstarfsaðili Microsoft á alþjóðavísu

Microsoft 365 er í senn vinnuumhverfi, samvinnutæki, vefþróunarumhverfi, notendalausnir, samþættingarlausn og stafrænt verkferlaumhverfi sem er hægt að nýta eitt og sér, með viðbótarlausnum
eða í samþættingu við önnur kerfi. Tækifærin til stafrænnar vegferðar eru til staðar í Microsoft 365 umhverfinu og KPMG leggur mikla áherslu á að veita íslensku atvinnulífi öfluga ráðgjöf í innleiðingu á lausnum Microsoft.

KPMG er helsti samstarfsaðili Microsoft á alþjóðavísu og var valið „Digital Transformation Partner of the Year“ hjá Microsoft árið 2021 og „Global Defence & Intelligence Partner of the Year“ árið 2023. 

Saman veita KPMG og Microsoft fyrirtækjum sérsniðna ráðgjöf fyrir mismunandi atvinnugreinar sem og stafrænar lausnir til að takast á við flókin verkefni. Árið 2023 útvíkkuðu KPMG og Microsoft samstarf sitt sem nú notfærir gervigreind til lausnar á ýmsum rekstrartengdu málum fyrirtækja, sveitarfélaga og opinberra stofnana.