Til þess að kylfingar landsins geti tekið betri ákvarðanir í sínum leik
hafa ráðgjafar KPMG í viðskiptagreind greint fyrirliggjandi gögn um Íslandsmót GSÍ allt frá árinu 2001 og sett ýmsar áhugaverðar upplýsingar fram í mælaborði.

Um er að ræða mikið magn af gögnum sem sett eru fram með einföldum hætti og veita því innsýn í fjölmarga þætti í leik kylfinga í gegnum tíðina. Hvaða holur hafa reynst erfiðastar á Íslandsmótum? Hver náðu besta skori að meðaltali? 

Nýttu tækifærið og fáðu innsýn inn í golfið frá tölfræðilegri hlið.

Í undirbúningi fyrir mót þá nýti ég tölfræðina til þess að sjá hvar mínir styrkleikar eru segir Ragnhildur Kristinsdóttir Íslandsmeistari í golfi árið 2023
metnaður KPMG fest í því að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu í viðskiptagreind þannig að þeir geti hagnýtt gögn á sem skilvirkastan hátt og skapað virði úr upplýsingum

KPMG hefur á að skipta öflugu teymi ráðgjafa í viðskiptagreind og gagnahögun. Verkefnin felast m.a. í uppsetningu á gagnatengingum, margs konar mælaborðum og aðstoð við sjálfvirka skýrslugjöf. Þetta nær t.d. yfir rekstrarmælaborð, verkefnamælaborð, mannauðsmælaborð og framleiðslumælaborð auk sértækra greininga af ýmsu tagi, gagnahögunar og eftirliti með flæði og gæðum gagna. 

Ávinningurinn felst í bættum upplýsingum í rauntíma, tímasparnaði, bættri áætlanagerð, gagnadrifinni ákvarðanatöku og árangri í rekstri svo dæmi séu nefnd.