PSD2
Bankaþjónusta, greiðsluþjónusta og verslun hefur þróast hratt síðustu ár í krafti tækniþróunar, samkeppni og breytinga í regluverki.
Nýir aðilar hafa verið að ná fótfestu á sviði greiðsluþjónustu og hefur breytt regluverk gert þeim kleift að bjóða upp á greiðsluþjónustu með auðveldari hætti. PSD2 (Payment Services Directive 2), tilskipun 2015/2366, er önnur tilskipun Evrópusambandsins um greiðsluþjónustu. Gildissvið PSD2 er víðtækara og felur í sér mun ítarlegri kröfur en fyrri tilskipun sem var innleidd á Íslandi með setningu laga nr. 120/2011 um greiðsluþjónustu.
Auk þeirra aðila sem falla undir núverandi lög um greiðsluþjónustu nær PSD2 m.a. til verslana, fjártæknifyrirtækja og tæknifyrirtækja. PSD2 auðveldar aðgengi að upplýsingum og gögnum sem þriðji aðili getur nýtt sér til hagsbóta með fjölbreyttum hætti. Með nýjum aðilum í greiðsluþjónustu breytist samkeppnisumhverfi verulega þar sem notendur greiðsluþjónustu fá aukið val.
Innleiðing á PSD2 felur m.a. í sér auknar kröfur um öryggi, neytendavernd og tilkynningarskyldu til eftirlitsaðila. Tilskipunin mun hafa umtalsverð áhrif í för með sér og fela í sér þörf á að aðlaga stefnur, upplýsingatæknikerfi og áhættustýringu. Innleiðingu PSD2 er ekki lokið hér á landi en í ljósi þess hve viðamikil hún er er mikilvægt að íslensk fyrirtæki hefji undirbúning hið fyrsta.
Hvernig getur KPMG aðstoðað:
- KPMG aðstoðar fyrirtæki við að undirbúa sig undir innleiðingu PSD2 tilskipunarinnar og viðmiðunarreglur og tæknistaðla sem henni fylgja. Í því felst m.a. greining á stöðu gagnvart PSD2 og fylgiskjölum og skilgreina verkefni sem inna þarf af hendi fyrir gildistöku tilskipunarinnar.
- KPMG getur boðið upp á fjölbreytta aðstoð við skilgreiningu á þáttum í starfsemi fyrirtækisins sem þyrfti að aðlaga með tilkomu PSD 2, þ. á m. stefnur, upplýsingatæknikerfi og áhættustýringu.
- KPMG býður aðstoða við stefnumótun í breyttu umhverfi og aðstoðar félög við að koma auga á tækifæri tengt nýrri PSD2 tilskipun.
Með staðlaðri aðferðafræði og nákvæmu stöðumati má auðvelda innleiðingu og auka skilning á nýjum og breyttum aðstæðum.
Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar um hvernig KPMG getur hjálpað til við að uppfylla kröfur PSD2.