Lög um rekstraraðila sérhæfðra sjóða
Þann 11. maí 2020 samþykkti Alþingi lög sem taka til starfsemi rekstraraðila sérhæfðra sjóða, þ.e. annarra sjóða en verðbréfasjóða. Lögin öðlast strax gildi en rekstraraðilum sem falla undir gildissvið laganna er heimilt að starfa áfram í óbreyttri mynd til 1. janúar 2021 en þurfa að sækja um starfsleyfi eða skrá sig hjá Fjármálaeftirlitinu fyrir 1. nóvember 2020.
Lögin fela í sér innleiðingu á tilskipun 2011/61/ESB. Markmið tilskipunar Evrópusambandsins er að samræma regluverk milli aðildarríkja, tryggja einsleitni á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins, efla eftirlit, auka gagnsæi á sjóðamarkaði og efla traust á starfsemi sérhæfðra sjóða og rekstraraðila þeirra. KPMG hefur á að skipa reyndu teymi til að styðja rekstraraðila í þessu sambandi.
KPMG býður íslenskum rekstraraðilum einfalda og þrautprófaða þjónustu frá Lúxemborg á sviði AIFMD skýrsluskila.