Mikilvægisgreining okkar frá árinu 2021 gefur til kynna að sá umhverfisþáttur sem við getum haft mest áhrif á eru loftlagsbreytingar. Þá benda fyrstu niðurstöður uppfærðrar mikilvægisgreiningar okkar til þess að mildun loftlagsáhrifa sé eitt af mikilvægu málefnum í umhverfismálum félagsins. Með það í huga vinnum við að markmiði KPMG á heimsvísu um að vera kolefnishlutlaus (e. Net zero) árið 2030.

Unnið við breytingar á húsnæði okkar á Selfossi

Myndin sýnir fólk við vinnu við breytingar á húsnæði KPMG á Selfossi á árinu

Á starfsárinu höfum við haldið áfram að vinna að markmiðum okkar. Breytingum á húsnæði okkar í Borgartúni lauk á starfsárinu og fengu þær Svansvottun. Þá hófust endurbætur á húsnæði okkar annars staðar á landinu á starfsárinu. Lokið var við endurbætur á Selfossi auk þess sem að endurbætur á Sauðárkróki standa yfir. Starfsfólk var áfram hvatt til að nýta sér vistvænni samgöngur til og frá vinnu og á vinnutíma. Þá var áfram unnið að því að minnka matarsóun í mötuneyti okkar og unnið eftir ferli um endurvinnslu tölvubúnaðar. Á árinu unnum að frekari greiningu á því hvar við getum dregið úr losun.

Áhrif okkar er snúa að umhverfis- og loftlagsmálum birtast einnig óbeint í gegnum vinnu okkar með viðskiptavinum. Við leggjum áherslu á að fræða og aðstoða viðskiptavini okkar um sjálfbærni, bæði þegar kemur að stefnumótun og innleiðingu, ásamt því að veita ráðgjöf um uppfærðar kröfur og reglugerðir er varða sjálfbærni.

Helstu losunarþættir og breytingar milli ára

Við notumst við GreenSenze lausnina okkar þegar kemur að losunarútreikningum fyrir síðastliðið rekstrarár.  Með þeim hætti er okkur gert kleift að auka talsvert við umfangið af þeim þáttum sem teknir eru inn í útreikningana og  gefur það okkur bæði aukna innsýn og gagnsæi á okkar helstu losunarþætti.

Þegar litið er til samanburðar milli ára á kolefnislosun þá er mikilvægt að hafa í huga að aukið umfang í mælingum gefur hærri losunargildi og að ný, nákvæmari aðferðarfræði GreenSenze tekur fleiri þætti inn í mælingarnar en var gert fyrri ár. Þar af leiðandi getur losun okkar verið hærri í ár fyrir tiltekna þætti fyrst um sinn en við gerum ráð fyrir að samanburður verði nákvæmari milli ára með þessari breyttu aðferðarfræði. Einnig var í ár tekinn inn nýr stuðull fyrir útreikning á heitavatnsnotkun frá Umhverfisstofnun sem skýrir að stórum hluta verulega hækkun á losun okkar í umfang 2, auk þess sem fleiri gögn hafa verið tekin inn fyrir losun frá úrgangi miðað við árið áður.

Heildarlosunin okkar á árinu var samtals 680,0 t CO2í

96,9% losunar var frá umfangi 3

Aukningu í losun milli ára má helst rekja til breytinga á aðferðafræði og nýs reikningsstuðuls, aukningu í umfangi frumgagna sem og aukningu í stöðugildum starfsfólks

Líkt og fyrir rekstrarárið 2022-2023 þá er mesta losunin okkar frá umfangi 3 eða 96,9%. Stærsti hlutinn er vegna aðkeyptra vara og er megin hluti þeirra  keyptur inn fyrir mötuneytið okkar. Þar á eftir kom losunin frá ferðum starfsfólks til og frá vinnu og  frá viðskiptaferðum starfsfólks.

Á síðasta rekstrarári hvöttum við starfsfólk til að nýta vistvænni samgöngur og  fækka óþarfa ferðum. Aukning í losun vegna ferða starfsfólks til og frá vinnu var ríflega 16%. Má það einkum til rekja til fjölgunar starfsfólks milli ára. Aukning í losun vegna viðskiptaferða var um 23% milli ára, sem tekur til losun vegna flugferða, gistingu erlendis og innanlands, ásamt eldsneytisnotkunar vegna viðskiptaferða.

Þar sem fleiri þættir voru teknir inn í útreikning viðskiptaferða í ár endurreiknuðum við losun vegna viðskiptaferða fyrir árið 2022-2023 með sömu aðferðafræði. Heildarlosun viðskiptaferða fyrir 2023 var 69,0 t CO2í.

Losun fyrir heitavatns- og rafmagnsnotkun hækkaði talsvert á milli ára, úr 3,2 t CO2í  í 21,4 t CO2í. Aukning er einkum vegna breyttrar aðferðafræði og vegna nýs reikningsstuðuls frá Umhverfisstofnun, auk þess sem umfang frumgagna er mun meira en frá árinu áður. Þá hefur 16% aukning í stöðugildum starfsfólks milli ára einnig áhrif. 

Verkefni í mötuneyti gegn matarsóun

Á undanförnum árum hafa verið tekin skref til þess að draga úr matarsóun frá mötuneytinu okkar í Borgartúninu. Meðal verkefna sem farið hefur verið í  má nefna þjálfun starfsfólks í mötuneyti, aukin flokkun, og breytingar á uppröðun á meðlætis, og skammtastærðum. Fylgst er með hverju og hversu miklu er hent af afgöngum og lögð áhersla á að breyta ef þörf krefur.

Við teljum að aukin vitund starfsfólks vera eitt af lykilatriðum í að því að draga úr matarsóun, og þar með kolefnislosun. Í því skini höfum við sett upp tunnu fyrir matarafganga ofan á vigt og sér því starfsfólk hversu miklu magni það hendir í hvert skipti.  

Loks er lögð áhersla á að  kaupa eins mikið af hráefni úr nærumhverfinu og kostur er, auk þess sem hugað er að því hvernig matvæli eru framleidd og úr hvaða hráefni þau eru. Markmið okkar  er að fólki líði vel eftir máltíðir í mötuneytinu okkar á sama tíma og við viljum lágmarka neikvæð áhrif á umhverfið og styðja við starfsemi í nærsamfélagi okkar. 

Starfsfólk mötuneytis KPMG

Áhrifamælaborð umhverfis

Losun gróðurhúsalofttegunda

Súlurit yfir losun gróðurhúsalofttegunda

Losunarkræfni

Línurit yfir losunarkræfni sem þýðir losun í tonnum per starfskraft

Losun frá ferðum starfsfólks

Losun frá ferðum starfsfólks hækkar um rúmlega sextán prósent miðað við akstur til og frá vinnu á milli ára

Uppruni losunar gróðurhúsalofttegunda

Kökurit yfir uppruna losunar gróðurhúsalofttegunda samanborið við árið í fyrra

Orkunýting í starfseminni

Myndin sýnir tölur yfir orkunýtingu í starfsemi KPMG

Umhverfisstefna

KPMG fylgir formlegri umhverfisstefnu og setur sér markmið um að minnka losur gróðurhúsalofttegunda