KPMG á Íslandi gefur í þriðja sinn út ársskýrslu sem tekur til reksturs, starfsemi og sjálfbærni hjá KPMG ehf. og KPMG Law ehf. fyrir rekstrarárið 2022-2023. Reksturinn var farsæll á árinu, en 48. rekstrarári félagsins lauk þann 30. september síðastliðinn. Starfsfólk taldi 312 við árslok og heldur eftirspurn eftir reynslu og þekkingu þessa fjölbreytta hóps áfram að vaxa á öllum meginsviðum rekstrarins. Viðskiptavinir okkar telja nokkur þúsund, á flestum sviðum viðskiptalífsins, bæði einka- og opinberir aðilar.

Sjálfbærni er einn af lykilþáttum í rekstri KPMG á Íslandi og gefur félagið nú út eina skýrslu þar sem upplýsingar um rekstur og sjálfbærni eru samþættar. Í henni má meðal annars sjá mælaborð um sjálfbærnimál félagsins þar sem fram koma þeir mælikvarðar sem félagið hefur sett sér í hverjum flokki og þróun þeirra síðustu ár.

Skoðaðu ársskýrsluna

Ársskýrsla KPMG 2023


Yfirlit yfir rekstur félagsins 2022-2023 og skuldbindingar með tilliti til umhverfis, fólks, stjórnarhátta og hagsældar
Skoðaðu skýrsluna hér


Við höfum á nýliðnu ári séð áþreifanlegan árangur af stefnumótun félagsins og skýrri og sameiginlegri sýn um arðbæran vöxt á öllum meginsviðum reksturins og munum við halda áfram ótrauð á þeirri braut. Aukin áhersla okkar á samvinnu milli sviða og breiðari nálgun þjónustu okkar gagnvart viðskiptavinum hefur gefist vel. Það er okkur mikilvægt að okkar vinna hafi skýran tilgang og sé jákvætt hreyfiafl fyrir viðskiptalífið.

Stefna KPMG

Framtíðarstefna KPMG er að vaxa á sterkum grunni. Sett hefur verið skýrari stefna til ársins 2025 og stendur hún á tveimur undirstöðum um að vera betri saman og að auka skilvirkni. Drifkraftar stefnunnar eru þrír: ánægt starfsfólk, að vera augljóst val viðskiptavina og hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Þannig viljum við stuðla að sem mestum ávinningi fyrir fólk, umhverfi og samfélag með hagsæld að leiðarljósi en lágmarka um leið neikvæð áhrif af starfsemi okkar.

Stefna KPMG á Íslandi byggir á megintilgangi KPMG á alþjóðlegum vettvangi en það er að efla traust á fjármálamörkuðum og vera drifkraftur jákvæðra breytinga í samfélaginu öllu. Til þess að ná þeim markmiðum sem félagið hefur sett sér til ársins 2025 þarf KPMG að sækja fram með verkefnum og aðgerðum þar sem sjálfbærni, starfsánægja, ánægja viðskiptavina og sterk markaðs staða halda áfram að vera grunnstoðir þess.

Það er okkur mikilvægt sem fyrirtæki að leggja okkar af mörkum í átt að sjálfbærari heimi. Það gerum við ekki bara með vinnu að eigin markmiðum í sjálfbærni heldur einnig á samstarfsvettvangi fyrirtækja og stofnana sem hafa það að markmiði að auka sjálfbærni í heiminum.

Lykiltölur úr rekstri

Lykiltölur úr rekstri KPMG 2023
Lykiltölur úr rekstri KPMG 2023