Hagaðilar og eftirlitsaðilar leggja stöðugt meiri áherslu á sjálfbærniupplýsingar og mikilvægt er að öll fyrirtæki undirbúi sig fyrir auknar kröfur. Þróunin er í þá átt að gerðar verða sömu kröfur til gerð sjálfbærniskýrslna og til ársreikninga hvað varðar vandaða, ítarlega og áreiðanlega upplýsingagjöf. 

Fyrirtæki þurfa að huga að sinni sjálfbærnivegferð eins fljótt og auðið er til þess að vera tilbúin þegar krafist verður af þeim að setja og innleiða sjálfbærnistefnu, safna gögnum, meta og mæla árangur og birta skýringar og lykilmælikvarða. Það felur í sér að þörf verður á aukinni þekkingu innan félagsins í sjálfbærnimálum.

Til að aðstoða fyrirtæki á þessari vegferð býður KPMG upp á þjónustu sem miðar að því að auka þekkingu innan fyrirtækja á sviði sjálfbærnimála. Við sérsníðum kennsluna að þörfum hvers félags og getur hún verið fyrir víðan hóp, stjórn, endurskoðunarnefnd, starfsfólk og stjórnendur eða þrengri hóp, allt eftir því hvar fyrirtækið er statt á sjálfbærnivegferðinni. KPMG hefur yfir að ráða sérfræðingum á öllum sviðum sjálfbærni og við sníðum því námskeiðin að þörfum hvers fyrirtækis – til dæmis hvað varðar umfang og dýpt.

Myndin sýnir ferlið við innleiðingu sjálfbærni hjá fyrirtækjum sem inniheldur þætti eins og stöðumat, þekkingaröflun, mikilvægisgreiningu, hönnun ferla, skýrslugerð, staðfestingarvinnu og fleira.

Hér eru dæmi um gagnleg atriði fyrir fyrirtæki að fá þjálfun í:

  • Sjálfbærni – hvað er það?
  • Stöðumat og metnaður
  • Stefnumótun og áhættustýring
  • Tvíátta mikilvægisgreining
  • Staðlar Evrópusambandsins um upplýsingagjöf (ESRS)
  • Reglugerð Evrópusambandsins um gerð sjálfbærniskýrslna (CSRD)
  • Flokkunarreglugerð Evrópusambandsins (EU Taxonomy)
  • Hlutverk endurskoðunarnefnda og stjórna í sjálfbærnimálum

Hafðu samband