Verklag áhættustjórnunar

Þarfir fyrirtækja á sviði áhættustjórnunar velta á eðli og stærð þeirra og mikilvægt að ferlar og upplýsingar séu mótaðar í góðu samræmi við þær. Sérfræðingar KPMG hafa þjónustað fyrirtæki af fjölbreyttum stærðum og gerðum og eru því í góðri aðstöðu til að aðlaga áhættustjórnun að mismunandi þörfum. KPMG vinnur eftir alþjóðlegu skipulagi áhættustýringar (e. Enterprise Risk Management Framework) sem hefur verið þróað í samræmi við kröfur ISO 31000 og COSO. 

KPMG býður alhliða þjónustu varðandi áhættustjórnun. Eftirfarandi eru dæmi um þjónustuþætti KPMG:

  • Mótun áhættustefnu. Skýr, hnitmiðuð og vel skipulögð áhættustefna veitir hagaðilum sameiginlega, skýra og heildstæða sýn á áhættustýringu félagsins. Góð áhættustefna er sett af stjórn og inniheldur að lágmarki heildstæða lýsingu á ferli áhættustýringar, hlutverkaskiptingu og áhættuvilja. Mikilvægt er að áhættustefnan sé vel samþætt ferlum og styðji við markmið félagsins. Sérfræðingar KPMG veita aðstoð við yfirferð gildandi áhættustefnu, við mótun áhættustefnu og innleiðingu áhættustefnu eftir þörfum.
  • Skipulag áhættustjórnunar. KPMG vinnur eftir skipulagi áhættustjórnunar sem hefur verið prófað alþjóðlega og sérfræðingar okkar hafa innleitt hérlendis sem erlendis. Við leiðbeinum félögum varðandi mótun æskilegra ferla og hlutverkaskiptingar.
  • Áhættugreiningar og skýrslugjöf. Skýrir og vel skipulagðir ferlar varðandi mælingar, greiningar, skjölun og upplýsingaveitu eru lykilatriði svo stjórnendur og stjórn séu vel upplýst um helstu áhættur félagsins. Þekking og reynsla sérfræðinga okkar á helstu atvinnugreinum þjóðarinnar gerir okkur kleift að ná vel utan um alla mikilvægustu áhættuþætti félagsins. Þá byggjum við á áhættugreiningum KPMG Global á tilteknum atvinnugreinum. Við höfum einnig unnið áhættugreiningar fyrir íslenskar starfsgreinar, svo sem ferðaþjónustuna á Íslandi.
  • Skýrslugjöf. Til þess að veita stjórnendum skýra og reglubundna sýn á stöðu áhættustýringar nýtum við mælaborð sem eru sjálfvirkur og heildstæður hluti af áhættugreiningunni. Þetta hefur verið gert með þróun Excel-líkans sem inniheldur áhættuskrá og mælaborð áhættustýringar sem einnig er unnt að setja fram í BI-formi.