Sífellt örari breytingar í umhverfi fyrirtækja fela í sér aukna áhættu í rekstri þeirra. Því er áhættumenning fyrirtækja og góð áhættuvitund stjórnenda mikilvægari en nokkru sinni svo þeir geti brugðist hratt og vel við breytingum. Gott skipulag áhættustjórnunar getur því reynst lykilatriði við hámörkun arðsemi fyrirtækja. 

KPMG býður fjölbreytta þjónustu varðandi áhættustjórnun. Við aðstoðum fjármálafyrirtæki, tryggingafélög, lífeyrissjóði og önnur félög við skipulag áhættustýringar, mat, flokkun og skráningu á áhættu auk þess að meta hvernig best er að takast á við áhættuna. 

Þá þarfnast félög skilvirkra lausna til að hlíta (e. Compliance) sívaxandi kröfum laga og reglna sem jafnframt styðja við bætta ákvarðanatöku. Sérfræðingar KPMG í áhættustjórnun starfa náið með fjármálastofnunum og öðrum aðilum í viðskiptalífinu við að uppfylla þessar kröfur.  

Okkar leiðarljós er að áhættustjórnun sé einföld, sett fram á sjónrænan hátt og skapi verðmæti með betri ákvarðanatöku stjórnenda. Skýr áhættugreining og árangursrík stýring áhættu, dregur úr kostnaði og eykur arðsemi. 

Neðangreint er nánari umfjöllun um þjónustu okkar: