Þjónusta vegna fjárhagslegarar áhættu
Fjárhagslegir áhættuþættir á borð við gjaldeyrisáhættu, verðbólguáhættu, útlánaáhættu, lausafjáráhættu og mótaðilaáhættu, geta haft umfangsmikil áhrif á fjárhagsstöðu félaga. Við aðstoðum fjármálafyrirtæki og önnur félög við mælingar og framsetningu niðurstaðna varðandi fjárhagslega áhættuþætti.
Við tökum til að mynda að okkur:
- Mat á líkum á vanefndum (e. probability of default) mótaðila vegna fjárhagslegra skuldbindinga,
- verðmat útlánasafna út frá líkum á vanefndum og tapi að gefnum vanefndum (e. loss given default) mótaðila,
- mælingar á markaðsáhættu byggt á fjárhæð í húfi (e. Value at Risk) o.fl. áhættumælikvörðum,
- verðmat á valréttum og öðrum afleiðum,
- samræmt mat á fjárhagslegum áhættuþáttum í heildstætt áhættumat félaga,
- álagspróf áhættuþátta og áætlana byggt á næmigreiningum, sviðsmyndum og könnun á viðnámsþrótti (e. reverse stress testing),
- aðstoð varðandi innleiðingu og þróun áhættuvarnarreikningsskila (e. Hedge accounting).