Þjónusta við eftirlitsskylda aðila
Kröfur til eftirlitsskyldra aðila varðandi áhættustýringu aukast stöðugt. Við þjónustum fjármálafyrirtæki, vátryggingafélög, lífeyrissjóði og aðra eftirlitsskylda aðila við að mæta síbreytilegum kröfum með skilvirkum og árangursríkum hætti.
Eftirfarandi eru dæmi um þjónustu okkar:
- Eftirlitsaðilar í Evrópu krefjast nú reglubundinnar skýrslugjafar á XBRL formi. KPMG er leiðandi í þjónustu á sviði XBRL skýrsluskila á Íslandi og í Evrópu. KPMG hefur þróað og leigir hugbúnaðinn K-Helix, sem villuprófar og færir skýrslur XBRL form í samræmi við kröfur EBA og EIOPA með einföldum og öruggum hætti. Við höfum aðstoðað 6 lánastofnanir við mótun sjálfvirkra og skilvirkra ferla við uppsetningu skýrslnanna. Þá útvista 15 fjármálafyrirtæki til okkar öllum sínum XBRL skýrsluskilum.
- Leiðbeinandi tilmæli FME nr. 2/2015 krefja fjármálafyrirtæki um framkvæmd álagsprófa byggt á næmigreiningum, sviðsmyndum og könnun á viðnámsþrótti (e. reverse stress testing). Við höfum þróað og innleitt álagspróf fyrir á fjárhagsáætlanir lánastofnana sem framkvæmdar eru með sjálfvirkum hætti.
- Á tíðum geta Evrópureglur virst óljósar eða túlkunarkenndar. Við veitum álit á regluverkinu, svo sem varðandi kröfur CRD IV og CRR. Við höfum til að mynda veitt álit á reglum um eiginfjárkröfur og innra mat á eiginfjárþörf (ICAAP) undir stoð II.
- Að setja upp skilvirkt skipulag áhættustýringar sem jafnframt fylgir kröfum regluverksins getur reynst torsótt. Við veitum þjónustu varðandi:
- Yfirferð á skipulagi áhættustýringar með skilvirkni og öryggi að leiðarljósi.
- Mótun áhættustýringar vegna undirbúnings starfsleyfisumsóknar sem eftirlitsskyldur aðili hjá FME.
- Vegna innleiðingar nýrra krafna til eftirlitsskyldra aðila bjóðum við aðstoð við innleiðingu áhættustýringar. Sem dæmi má nefna:
- Aðstoð vegna peningaþvættistilskipunar, sem felur m.a. í sér kröfu um áhættugreiningu nýrra viðskiptavina.
- Ný löggjöf vegna rekstraraðila sérhæfðra sjóða mun fela í sér kröfur um:
- aukið sjálfstæði áhættustýringar,
- viðeigandi áhættustýringarkerfi, þar sem m.a. skal beita álagsprófum,
- lausafjárstýringu, til þess að tryggja að fjárfestar geti innleist í samræmi við innlausnarstefnu sjóða
- að rekstraraðilar setji sér starfskjarastefnu til að hindra áhættusækni.
- Sem hluti af Sovency II regluverkinu er vátryggingafélögum gert skylt að framkvæma eigið áhættu- og gjaldþolsmat (ORSA). Við veitum vátryggingafélögum aðstoð vegna:
- Mat á frávikum frá forsendum staðalformúlunnar og framsetning á þeim í ORSA skýrslu.
- Uppsetning álagsprófa sem heildstæður hluti af áætlunargerð félagsins.
- Mótun og ritun ORSA stefnu og ORSA skýrslu