Sjálfbær fjármögnun í sjávarútvegi snýst um að hugsa fram í tímann og sækja fjármögnun fyrir verkefni sem stuðla að sjálfbærni og hafa jákvæð áhrif á umhverfið og hafið. Í sjálfbærri fjármögnun felst að fjármagna verkefni sem stuðla að sjálfbærri uppbyggingu út frá umhverfislegum og samfélagslegum viðmiðum.

KPMG hefur unnið með fjölmörgum fyrirtækjum í sjávarútvegi og okkar sérþekking nýtist í reikningsskilum, endurskoðun, ráðgjöf, skatta- og lögfræðiþjónustu.

KPMG tók þátt í að gefa út fyrstu bláu og grænu skuldabréfin haustið 2021 þegar fyrsta bláa skuldabréfið var gefið út. Við viljum halda áfram að stuðla að framförum með samvinnu við viðskiptavini okkar og aðra hagaðila, ekki aðeins í fjármálageiranum heldur líka með því að takast á við aðrar stórar sjálfbærniáskoranir. 

KPMG hefur yfir að ráða breiðum hópi sérfræðinga með áralanga reynslu í sjávarútvegi. Okkar sérfræðingar eru til staðar og geta aðstoðað okkar viðskiptavini hvort sem það er á sviði endurskoðunar, reikningsskilum, ráðgjafar og skatta- og lögfræðiþjónustu. 

Við höfum starfað með Félagi kvenna í sjávarútvegi (KIS) en hlutverk félagsins að gera konur sýnilegri bæði innan sjávarútvegsins og utan hans og fá fleiri konur til liðs við sjávarútveginn. 

Við getum aðstoðað með:

  • Reikningsskil
  • Endurskoðun
  • Sjálfbærniráðgjöf
  • Skattaspor 
  • Bókhald

Sjálfbær fjármögnun í sjávarútvegi