Skattaspor KPMG er þróuð aðferðafræði sem gerir stjórnendum fyrirtækja kleift að safna, greina og kynna á áhrifaríkan hátt framlög þeirra til samfélagsins í formi skattgreiðslna. Skattaspor fyrirtækis nær til allra skattgreiðslna til ríkis og sveitarfélaga vegna starfsemi fyrirtækisins og einnig allra skatta sem fyrirtækið innheimtir og stendur skil á.

Fyrirtæki eru undirbúin fyrir umræðu um skattamál

Með Skattaspori KPMG geta stjórnendur fyrirtækja gert skýra grein fyrir heildarskattgreiðslum þeirra til samfélagsins, skipt eftir landssvæðum og tegundum skatta allt eftir óskum þeirra. Skattamál vekja sífellt meiri athygli í fjölmiðlum, hjá margvíslegum samtökum og fjárfestum. Þessi aukni áhugi hefur aukið orðsporsáhættu og skapað áður óþekkta fjárhagsáhættu hjá fyrirtækjum. Stjórnendur þurfa því að geta brugðist hratt og fumlaust við fyrirspurnum eða umræðum og komið á framfæri upplýsingum um framlög fyrirtækjanna til samfélagsins í formi skattgreiðslna. Upplýsingar sem settar eru fram í Skattaspori KPMG eru settar fram með skýrum og einföldum hætti og gerir stjórnendum kleift að glíma við oft á tíðum óvægna og óupplýsta umræðu um skattamál fyrirtækja

Hvernig fer þetta fram?

Fyrirtækjum er sendur einfaldur spurningalisti sem fylltur er út fyrir öll félög innan samstæðunnar með rafrænum hætti. Með þessum hætti fæst yfirlit yfir allar skattgreiðslur viðkomandi fyrirtækja. Skattasporið veitir yfirgripsmikið yfirlit yfir lykiltölur og vísbendingar um heildar skattaáhættu samstæðunnar. Skattasporið er hannað með þeim hætti að hægt er að nota það milli landa og atvinnugreina og með einföldum hætti er unnt að laga það að þörfum hvers fyrirtækis

Vandað tæki fyrir áætlanagerð

Með Skattaspori KPMG fá stjórnendur fyrirtækja með einföldum hætti yfirsýn yfir heildarskattgreiðslur þeirra sem hægt er að nýta við áætlanagerð. Unnt er að styðjast við upplýsingar úr yfirlitinu þegar skattastefna fyrirtækja er mótuð, en skýr skattastefna getur nýst fyrirtækjum til að ná betri stöðu á markaði og aukið áhuga fjárfesta.

Innheimtir skattar eftir flokkum

linurit

Skref fyrir skref

1.  Spurningalisti sendur til allra félaga innan viðkomandi samstæðu.

2. Starfsmenn KPMG veita upplýsingar og aðstoð við að fylla út listann.

3. KPMG safnar saman öllum upplýsingunum.

4. Niðurstöður teknar saman og greindar.

5. KPMG afhendir skýrslu með niðurstöðum og greiningum á þeim.

Greiningar og tengd þjónusta

KPMG getur einnig veitt viðskiptavinum aðstoð við eftirfarandi atriði:
– Verklag og framkvæmd á reglum um skattgreiðslur
– Endurskoðun skattastefnu og mat á áhættu í skattaumhverfinu
– Setja viðmið um áhættu tengda skattamálum

Dæmi um afurð - Heildarskattgreiðslur

Heildarskattgreidslur

Dæmi um afurð - Innheimtir skattar eftir landsvæði

Innheimtir skattar

Dæmi um afurð - Skattgreiðslur eftir landsvæði

Skattgreidslur

Nánari upplýsingar veita

Ágúst Karl Guðmundsson í síma 545 6152,  akgudmundsson@kpmg.is