KPMG hefur unnið náið með fyrirtækjum í ferðaþjónustu frá stofnun félagsins. Sérfræðingar okkar hafa góðan skilning á rekstrarumhverfi og áskorunum fyrirtækja í ferðaþjónustu þar sem við höfum komið að fjölbreyttum verkefnum og unnið fyrir ólík ferðaþjónustufélög. 

Við eigum gott samstarf við helstu hagaðila í greininni og vinnum reglulega greiningar til að hjálpa þeim að draga fram mikilvægar upplýsingar og stöðu á helstu álitamálum. Við erum því ákjósanlegur samstarfsaðili.

Þjónusta okkar við fyrirtæki í greininni er mjög fjölbreytt en þar má helst nefna:

  • Bókhald og launavinnsla
  • Uppgjör og endurskoðun
  • Reikningsskilaráðgjöf
  • Skattaráðgjöf, s.s. vegna virðisaukaskattsmála 
  • Fjármálaráðgjöf, s.s. greining fjárfestingatækifæra, fjármögnun, sameiningar auk kaup og sala
  • Rekstrarráðgjöf, s.s. stefnumótun og endurskipulagning
  • Ráðgjöf í upplýsingatæknimálum
  • Sjálfbærniráðgjöf
  • Ferlar og gæðamál