Fjölmenni var á fundinum - bæði í húsakynnum SAF og í streymi

Helstu niðurstöður viðhorfskunnunainnar eru fyrst og fremst bjartsýni fyrirtækja á komandi ár.  Þá má nefna áherslu á sjálfbærni en um 50% þátttökufyrirtækjanna eru búin að vinna að sjálfbærnimálum eða eru að vinna í þeim í sínum rekstri.  Í því samhengi má rifja upp að í ferðamálastefnu Íslands segir að við ætlum að verða leiðandi í sjálfbærri ferðaþjónustu árið 2030.

Einnig er ferðaþjónustufyrirtækjum umhugað um að auka framlegð í rekstri með hærri verðum og með því að ná tökum á útgjöldum.  Sömuleiðis er aðgengi að hæfu starfsfólki lykilatriði til að þjóna og standa undir því að laða hingað „betur borgandi ferðamenn“.   Greinin hefur einnig áhyggjur af massa túrisma og þolmörkum lands og þjóðar.

Við viljum þakka öllum fyrirtækjunum sem tóku þátt í könnuninni. Það er gott fyrir bæði greinina og aðra sem henni tengjast svo sem stjórnvöld, að skynja með þessum hætti hvaða áhersluþættir það eru sem þurfi að gefa gaum, bæði í ár og næstu ár. 

 

Hér á síðunni má finna glærur frá viðhorfskönnuninni og jafnframt er hægt að horfa á fundinn í streymi með hlekk sem er hér fyrir neðan. 

Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Ferðaklasans

Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Ferðaklasans

Skúli Mogensen, eigandi Hvammsvíkur sjóbaða

Skúli Mogensen, eigandi Hvammsvíkur sjóbaða

Fjöldi gesta á málstofunni
Gunnar Kristinn Sigurðsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá KPMG

Gunnar Kristinn Sigurðsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá KPMG

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála

Fjöldi gesta á málstofunni