KPMG er alþjóðlegt fyrirtæki sem leggur áherslu á að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu með sjálfbærni að leiðarljósi og býður upp á frábær tækifæri til starfsþróunar í sveigjanlegu og fjölbreyttu vinnuumhverfi. Hjá KPMG á Íslandi starfa um 300 einstaklingar á 16 skrifstofum um land allt með fjölbreytta menntun og reynslu sem þjónusta viðskiptavini í einka- og opinbera geiranum af öllum stærðum og gerðum.
Sérfræðingur í tæknilegum innviðum og skýjavegferð (system/cloud architect)
Við leitum að öflugum einstaklingum sem hafa yfirgripsmikla þekkingu á Microsoft tæknilausnum og skýjaþjónustu og eru tilbúnir að vinna með okkar viðskiptavinum í skýjavegferð og innleiðingu Microsoft lausna.
Dæmi um verkefni og ábyrgð:
- Greiningarvinna tengt uppbyggingu á skýjaumhverfi og tæknilegum arkitektúr viðskiptavina.
- Vinna með þverfaglegur þróunarteymi í hönnun á tækniinnviðum í Microsoft.
- Sérfræðingur í greiningu á Microsoft lausnum fyrir viðskiptavini.
- Greina tæknilega innviði, stjórnkerfi og uppbyggingu tæknilegra öryggismála.
Hæfniskröfur:
- Brennandi áhuga á Microsoft 365 og Azure skýjalausnum.
- Rík öryggisvitund og áhugi á upplýsingatækniöryggi.
- Góð þekking á rekstri upplýsingatækni- og skýjaumhverfa.
- Háskólapróf og/eða reynsla sem nýtist í starfi.
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi og lausnamiðuð hugsun.
- Góð skipulags- og samskiptahæfni.
- Agile hugmyndafræði, s.s. SCRUM, Kanban.
Að vinna hjá KPMG
Okkar markmið er að vera eftirsóknarverður og framúrskarandi vinnustaður fyrir fjölbreyttan hóp af fólki. Við leggjum því mikla áherslu á að bjóða upp á heilbrigt og hvetjandi starfsumhverfi þar sem starfsfólk hefur tækifæri til að vaxa og dafna í starfi. Við náum árangri saman með því að hafa traust, sveigjanleika og góð samskipti að leiðarljósi á vinnustaðnum.
Nokkur dæmi um kosti þess að vinna hjá KPMG:
- Fjölbreytt verkefni og tækifæri til að hafa jákvæð áhrif á viðskiptavini og samfélagið.
- Frábær tækifæri til að læra af leiðandi sérfræðingum og þróast í starfi.
- Fyrsta flokks mötuneyti í Borgartúni með fjölbreyttu og hollu fæði.
- Heilsueflandi vinnustaður, t.d. er bootcamp í boði tvisvar í viku í Borgartúni, hlaupaklúbbur, fjallgönguklúbbur, golfklúbbur, vikulegur fótbolti og fleira.
- Aðgangur að heilsustyrk, samgöngustyrk og styrk fyrir tímum hjá sálfræðingi.
- Sveigjanleiki til að vinna frá mismunandi skrifstofum og að heiman þegar við á.
- Einn launaður dagur á ári til sjálfboðavinnu.
- Og margt fleira.
Umsóknarfrestur er til og með 8. janúar 2023
Umsóknir ásamt ferilskrá og kynningarbréfi óskast fylltar út á heimasíðu KPMG (sækja um hér til hliðar). Nánari upplýsingar veitir Erik Christianson mannauðsstjóri á echristianson@kpmg.is.