KPMG er alþjóðlegt fyrirtæki sem leggur áherslu á að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu með sjálfbærni að leiðarljósi og býður upp á frábær tækifæri til starfsþróunar í sveigjanlegu og fjölbreyttu vinnuumhverfi. Hjá KPMG á Íslandi starfa um 300 einstaklingar á 16 skrifstofum um land allt með fjölbreytta menntun og reynslu sem þjónusta viðskiptavini í einka- og opinbera geiranum af öllum stærðum og gerðum.

Hugbúnaðarsérfræðingur og ráðgjafi

Við leitum að öflugum einstaklingi sem hefur yfirgripsmikla þekkingu og reynslu á upplýsingatækni og ferlum og er tilbúinn að vinna í náinni samvinnu með okkar viðskiptavinum í að þróa stafrænar lausnir. Viðkomandi aðili mun fá tækifæri til að hafa mikil áhrif á og móta hvernig stafræn þróun og þróun stafrænna lausna verði háttað hjá KPMG. Sem hugbúnaðarsérfræðingur og ráðgjafi þarft þú að vera fær um að greina vandamál fljótt, þróa og innleiða lausnir auk þess að hafa framúrskarandi samskiptahæfni. Ef þú ert skapandi og lausnamiðaður greinandi, með ástríðu fyrir hugbúnaðarþróun og ráðgjöf, viljum við heyra frá þér!

Dæmi um verkefni og ábyrgð:

  • Þátttaka í greiningu og hönnun hugbúnaðarlausna.
  • Þróun veflausna og lausna fyrir Microsoft vinnuumhverfi fyrirtækja.
  • Samþætting kerfa og þróun vefþjónusta.
  • Vöruþróun hugbúnaðarlausna.

Hæfniskröfur:

  • Reynsla í .NET, JavaScript, React, TypeScript, Node.js er kostur en ekki skilyrði.
  • Þekking á SharePoint, PowerAutomate, Azure Functions, PowerApps er kostur.
  • Þekking og reynsla á kóðageymslum eins og t.d. Git, Github er kostur.
  • Reynsla af samþættingu kerfa, REST API aðallega er kostur.
  • Agile hugmyndafræði, s.s. SCRUM, Kanban.
  • Menntun á sviði tölvunarfræði eða hugbúnaðarverkfræði er kostur.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi og lausnamiðuð hugsun.
  • Geta til að koma upplýsingum og gögnum á framfæri á skýran hátt og skilvirkt samstarf við viðskiptavini og samstarfsfólk.

Að vinna hjá KPMG

Okkar markmið er að vera eftirsóknarverður og framúrskarandi vinnustaður fyrir fjölbreyttan hóp af fólki. Við leggjum því mikla áherslu á að bjóða upp á heilbrigt og hvetjandi starfsumhverfi þar sem starfsfólk hefur tækifæri til að vaxa og dafna í starfi. Við náum árangri saman með því að hafa traust, sveigjanleika og góð samskipti að leiðarljósi á vinnustaðnum.

Nokkur dæmi um kosti þess að vinna hjá KPMG:

  • Fjölbreytt verkefni og tækifæri til að hafa jákvæð áhrif á viðskiptavini og samfélagið.
  • Frábær tækifæri til að læra af leiðandi sérfræðingum hjá KPMG á Íslandi og erlendis.
  • Möguleikar á að þróast í starfi.
  • Fyrsta flokks mötuneyti í Borgartúni með fjölbreyttu og hollu fæði.
  • Heilsueflandi vinnustaður, t.d. er bootcamp í boði tvisvar í viku í Borgartúni, hlaupaklúbbur, fjallgönguklúbbur, golfklúbbur, vikulegur fótbolti og fleira.
  • Aðgangur að heilsustyrk, samgöngustyrk og styrk fyrir tímum hjá sálfræðingi.
  • Sveigjanleiki til að vinna frá mismunandi skrifstofum og að heiman þegar við á.
  • Einn launaður dagur á ári til sjálfboðavinnu.
  • Og margt fleira.

Umsóknarfrestur er til og með 19. mars 2023

Nánari upplýsingar veitir Hildur Steinþórsdóttir á hsteinthorsdottir@kpmg.is eða Sigurjón Birgir Hákonarson, á shakonarson@kpmg.is