Um starfið

Fulltrúi á Endurskoðunarsviði

Við leitum að drífandi og talnaglöggum einstaklingum sem hafa áhuga á að vinna við að veita viðskiptavinum KPMG þjónustu á sviði reikningsskila, skatta og endurskoðunar ársreikninga. Ef að þú hefur lokið, stundar eða ert að hefja M.Acc nám og vilt auka hæfni þína og reynslu hjá leiðandi fyrirtæki á sínu sviði þá viljum við endilega heyra frá þér.

Við hvetjum áhugasama jafnt á landsbyggðinni sem og á höfuðborgarsvæðinu að sækja um og erum að ráða í bæði hlutastörf og full störf.

Dæmi um verkefni og ábyrgð:

  • Þjónusta við fyrirtæki og opinbera aðila á sviði;
    • endurskoðunar og annarrar staðfestingarvinnu, s.s. á sviði sjálfbærni
    • reikningsskila og gerð ársreikninga
    • skattskila og tengdra mál
  • Ýmis ráðgjafartengd verkefni.
  • Verkefni tengd gæðamálum og faglegu starfi KPMG
  • Aðrar tilfallandi greiningar og verkefni.

Hæfniskröfur:

  • Brennandi áhugi á viðskiptum og að kynnast starfsemi fyrirtækja.
  • Viðskiptamenntun æskileg og kostur að hafa lokið, vera í eða stefna að M.Acc gráðu.
  • Reynsla af endurskoðun, bókhaldi og/eða reikningsskilum er kostur en ekki nauðsynleg.
  • Góð tölvufærni, greiningarhæfni og enskukunnátta.
  • Frumkvæði, vandvirkni og öguð vinnubrögð.
  • Hæfni til að vinna í teymi sem og sjálfstætt auk ríkrar þjónustulundar.

Í samræmi við markmið okkar í jafnréttismálum hvetjum við öll til að sækja um óháð kyni.

 

Að vinna hjá KPMG

Við hjá KPMG leggjum mikla áherslu á fjölbreytta og lifandi fyrirtækjamenningu þar sem starfsfólk nýtur sín faglega og félagslega.

Sem leiðandi þekkingarfyrirtæki leggjum við sérstaka áherslu á öfluga starfsþróun og fræðslu starfsfólks, stuðningsríkt og hvetjandi starfsumhverfi og öfluga samvinnu til þess að hámarka virði fyrir viðskiptavini og samfélagið.

Við náum árangri saman með því að hafa traust, sveigjanleika og góð samskipti að leiðarljósi á vinnustaðnum.

Nokkur dæmi um kosti þess að vinna hjá KPMG:

  • Fjölbreytt verkefni og tækifæri til að hafa jákvæð áhrif á viðskiptavini og samfélagið.
  • Frábær tækifæri til að læra af leiðandi sérfræðingum hjá KPMG á Íslandi og erlendis.
  • Möguleikar á að þróast í starfi.
  • Fyrsta flokks mötuneyti í Borgartúni með fjölbreyttu og hollu fæði.
  • Heilsueflandi vinnustaður, t.d. er bootcamp í boði tvisvar í viku í Borgartúni, hlaupaklúbbur, fjallgönguklúbbur, golfklúbbur, vikulegur fótbolti og fleira.
  • Aðgangur að heilsustyrk, samgöngustyrk og styrk fyrir tímum hjá sálfræðingi.
  • Sveigjanleiki til að vinna frá mismunandi skrifstofum og að heiman þegar við á.
  • Einn launaður dagur á ári til sjálfboðavinnu.
  • Og margt fleira.
  •  

Umsóknir ásamt ferilskrá og kynningarbréfi óskast fylltar út á heimasíðu KPMG (sækja um hér til hliðar). Unnið er úr umsóknum jafnóðum og því hvetjum við áhugasöm um að sækja um sem fyrst. Öllum umsóknum verður svarað.

Nánari upplýsingar veitir Hildur Steinþórsdóttir sérfræðingur í mannauðsmálum á hsteinthorsdottir@kpmg.is

KPMG er alþjóðlegt fyrirtæki sem leggur áherslu á að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu með sjálfbærni að leiðarljósi og býður upp á frábær tækifæri til starfsþróunar í sveigjanlegu og fjölbreyttu vinnuumhverfi. Hjá KPMG á Íslandi starfa rúmlega 300 einstaklingar á 16 skrifstofum um land allt með fjölbreytta menntun og reynslu sem þjónusta viðskiptavini í einka- og opinbera geiranum af öllum stærðum og gerðum.