Um starfið
Sérfræðingur í bókhaldi á Akureyri
Við leitum nú að öflugum einstaklingi með reynslu og þekkingu af bókhaldi til að starfa á skrifstofu KPMG á Akureyri.
Starfsfólk okkar þarf almennt að geta tekið frumkvæði og unnið sjálfstætt, vera lausnamiðað og njóta fjölbreytni í verkefnum, tileinka sér tækninýjungar, sem og að eiga auðvelt með samskipti við samstarfsfólk og viðskiptavini.
Hæfniskröfur
- Viðskiptamenntun æskileg.
- Góð reynsla af bókhaldi er nauðsynleg, kostur ef viðkomandi hefur einnig reynslu af launavinnslu.
- Reynsla af notkun Navision er kostur.
- Enskukunnátta æskileg.
- Frumkvæði, vandvirkni og öguð vinnubrögð.
- Jákvæðni í samstarfi, lausnamiðað viðhorf og rík þjónustulund.
Í samræmi við markmið okkar í jafnréttismálum hvetjum við allt fólk til að sækja um óháð kyni.
Að vinna hjá KPMG
Okkar markmið er að vera eftirsóknarverður og framúrskarandi vinnustaður fyrir fjölbreyttan hóp af fólki. Við leggjum því mikla áherslu á að bjóða upp á heilbrigt og hvetjandi starfsumhverfi þar sem starfsfólk hefur tækifæri til að vaxa og dafna í starfi. Við náum árangri saman með því að hafa traust, sveigjanleika og góð samskipti að leiðarljósi á vinnustaðnum.
Nokkur dæmi um kosti þess að vinna hjá KPMG:
- Fjölbreytt verkefni og tækifæri til að hafa jákvæð áhrif á viðskiptavini og samfélagið.
- Frábær tækifæri til að læra af leiðandi sérfræðingum og þróast í starfi.
- Aðgangur að heilsustyrk, samgöngustyrk og styrk fyrir tímum hjá sálfræðingi.
- Sveigjanleiki til að vinna frá mismunandi skrifstofum og að heiman þegar við á.
- Einn launaður dagur á ári til sjálfboðavinnu.
- Og margt fleira.
Umsóknarfrestur er til og með 7. janúar 2024
Umsóknir ásamt ferilskrá og kynningarbréfi óskast fylltar út á ráðningarsíðu KPMG (hlekkur hér til hliðar til að sækja um).
Nánari upplýsingar veitir Hildur Steinþórsdóttir sérfræðingur í mannauðsmálum á hsteinthorsdottir@kpmg.is
KPMG er alþjóðlegt fyrirtæki sem leggur áherslu á að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu með sjálfbærni að leiðarljósi og býður upp á frábær tækifæri til starfsþróunar í sveigjanlegu og fjölbreyttu vinnuumhverfi. Hjá KPMG á Íslandi starfa rúmlega 300 einstaklingar á 16 skrifstofum um land allt með fjölbreytta menntun og reynslu sem þjónusta viðskiptavini í einka- og opinbera geiranum af öllum stærðum og gerðum.