Af hverju er mikilvægt að vera með vel mótaða stefnu um öruggt ferli tilkynninga?

Mikilvægt er að starfsfólk þori að láta vita af misferli innan síns fyrirtækis eða stofnunar og geti gert það með einföldum og öruggum hætti - nafnlaust eða ekki. Gott utanumhald um tilkynningar er hluti af góðum stjórnarháttum (ESG) og styður við opnari menningu fyrirtækja og stofnana. Einnig getur öruggt ferli tilkynninga  dregið úr líkum á ámælisverðri háttsemi, sparað fjármagn og minnkað líkur á neikvæðri umfjöllun sem skaðað getur ímynd fyrirtækisins. 

Hver er tilgangur stefnu um öruggt ferli tilkynninga?

Stefna um öruggt ferli tilkynninga styður við opnari menningu innan fyrirtækja og stofnana. Mikilvægt er að stefnan sé aðgengileg öllum, tilgreini hvers konar tilkynningum er hægt að koma áleiðis, hvernig ferlið gengur fyrir sig og að möguleiki sé á nafnlausum tilkynningum sé þess kosið. Að auki er mikilvægt fyrir fyrirtæki og stofnanir að hafa stefnu um öruggt ferli tilkynninga til að uppfylla þær skyldur sem lagðar eru á þau með lögum um vernd uppljóstrara.

Hvaða upplýsingar ætti stefnan að innihalda?

Til þess að starfsfólk þori að láta vita af ámælisverðri háttsemi innan síns fyrirtækis eða stofnunar og geti gert það með einföldum og öruggum hætti, þarf stefnan að vera skýr og innihalda eftirfarandi upplýsingar:

  • Skilgreining á hugtakinu uppljóstrari
  • Hvað má tilkynna
  • Hver getur sent inn tilkynningu
  • Hvað felst í vernd uppljóstrara
  • Hver sér um utanumhald á tilkynningum
  • Hvernig skal tilkynna
  • Rétt uppljóstrarans til staðfestingar og samskipta
  • Innri og ytri rásir til tilkynninga á ámælisverðri háttsemi

Var það eitthvað fleira?

Ráðgjafar KPMG styðja fyrirtæki og stofnanir við að taka skilvirkari ákvarðanir, bæta og straumlínulaga rekstur, draga úr áhættu, auka arðsemi, skapa verðmæti og auka samkeppnishæfni. Kynntu þér frekara þjónustuframboð KPMG hvað varðar áhættustjórnun.

Mikilvægt er að einstaklingar þori að láta vita af misferli innan síns fyrirtækis eða stofnunar og geti gert það með einföldum og öruggum hætti. Uppfylltu kröfur um vernd uppljóstrara með Vitanum. Þú gerir Vitann aðgengilegan eins og þér finnst best, við sjáum um rest.