Hvað eru lög um vernd uppljóstrara?
Lög þessi nr. 40/2020 fylgja tilskipun Evrópusambandsins um vernd uppljóstrara þar sem gert er ráð fyrir að fyrirtæki og stofnanir með að minnsta kosti 50 starfsmenn setji sér reglur um móttöku, meðhöndlun og afgreiðslu ábendinga um mögulegt misferli í starfsemi og rekstri.
Hver er tilgangur laga um vernd uppljóstrara?
Markmið laganna er að veita þeim öryggi og vernd, sem láta vita af hvers konar misferli sem þau verða vitni af í starfsemi vinnuveitanda þeirra. Markmið laganna er að stuðla að því að slíkar ábendingar dragi úr ámælisverðri háttsemi. Innleiðing Vitans auðveldar viðskiptavinum að uppfylla þær skyldur sem lagaákvæðið leggur á þá.
Hver þarf á Vitanum að halda?
Öll fyrirtæki eða stofnanir með 50 starfsmenn eða fleiri þurfa að uppfylla skyldur sem lagðar eru á þau með lagaákvæðinu.
Hvern eru lögin að vernda?
Lögin gilda um starfsmenn sem greina frá upplýsingum eða miðla gögnum í góðri trú um brot á lögum eða aðra ámælisverða háttsemi í starfsemi vinnuveitanda þeirra. Þetta á bæði við um einstaklinga sem starfa hjá hinu opinbera sem og á einkamarkaði.
Hvað telst til ámælisverðrar háttsemi?
Í lagaákvæði nr. 40/2020 segir að „með ámælisverðri háttsemi er átt við hátterni sem stefnir almannahagsmunum í hættu, t.d. hátterni sem ógnar heilsu eða öryggi fólks eða umhverfi, án þess að um sé að ræða augljóst brot á lögum eða reglum“. Vitinn veitir öruggt ferli fyrir ábendingar frá starfsfólki til þess að láta vita af slíkri háttsemi.
Var það eitthvað fleira?
Ráðgjafar KPMG styðja fyrirtæki og stofnanir við að taka skilvirkari ákvarðanir, bæta og straumlínulaga rekstur, draga úr áhættu, auka arðsemi, skapa verðmæti og auka samkeppnishæfni. Kynntu þér frekara þjónustuframboð KPMG hvað varðar áhættustjórnun.
Mikilvægt er að einstaklingar þori að láta vita af misferli innan síns fyrirtækis eða stofnunar og geti gert það með einföldum og öruggum hætti. Uppfylltu kröfur um vernd uppljóstrara með Vitanum. Þú gerir Vitann aðgengilegan eins og þér finnst best, við sjáum um rest.