Tekjur innlendra aðila frá útlöndum

Tekjur innlendra aðila frá útlöndum

Tekjur sem Íslendingar afla erlendis frá eru skattlagðar á Íslandi á grundvelli heimilisfestis (þar sem aðili hefur fasta búsetu).

Tekjur sem Íslendingar afla í útlöndum eru skattlagðar á Íslandi.

Tekjur sem Íslendingar afla í útlöndum

Tekjur sem Íslendingar afla erlendis frá eru skattlagðar á Íslandi á grundvelli heimilisfestis (þar sem aðili hefur fasta búsetu). Einnig kemur hið erlenda ríki til með að skattleggja tekjurnar á grundvelli þess að tekjurnar eru upprunnar þaðan. Tekjur aflað erlendis eru því almennt skattskyldar í tveimur ríkjum. 

Ef í gildi er tvísköttunarsamningur milli ríkjanna er hægt að koma í veg fyrir slíka tvísköttun með því að beita ákvæðum samningsins. Oft þarf að sækja fyrirfram til skattyfirvalda erlenda ríkisins um heimild til að beita tvísköttunarsamningi í staðgreiðslu en sé slík heimild ekki fyrir hendi er almennt haldið eftir og skilað staðgreiðslu af tekjunum án tillits til ákvæða tvísköttunarsamnings. Hægt er síðan að sækja um endurgreiðslu á ofgreiddum sköttum við almenna álagningu þess árs. 

Sé tvísköttunarsamningur ekki í gildi er hægt að sækja um til ríkisskattstjóra að tekið sé tillit til skattgreiðslna erlendis.

Starfsmenn KPMG hafa mikla reynslu af því að veita aðstoð og ráðgjöf í sambandi við íslenska starfsmenn sem fara tímabundið til starfa erlendis.

Sem dæmi um þjónustu má nefna: 

  • Sækja um undanþágu frá gistiríki til að halda eftir staðgreiðslu í samræmi við ákvæði tvísköttunarsamnings.
  • Sækja um endurgreiðslu á ofgreiddum sköttum greiddum erlendis í samræmi við ákvæði tvísköttunarsamnings.
  • Umsókn um lækkun á skatti á Íslandi vegna skatts sem greiddur er í erlendu ríki sem Ísland hefur ekki tvísköttunarsamning við.
  • Ráðgjöf um hvernig heildarskattlagning komi til með að líta út sé farið erlendis til starfa.
  • Öll skjalagerð og samskipti við erlend yfirvöld.

Hafðu samband