Með bókhaldsþjónustu KPMG losnar þú við umstang við bókhald fyrirtækisins. Úthýstu áhyggjunum og fáðu aðgang að þínum eigin bókara, góðu og lifandi yfirliti yfir reksturinn og um leið hefur þú meiri tíma til að sinna starfseminni.

Þinn eigin bókari

Frá fyrsta degi sér einn og sami tengiliður um bókhaldið þitt, kynnist þér og rekstrinum og skilur út á hvað hann gengur.

Bókhald dag frá degi og þú sérð stöðuna

Með aðgangi að nýjustu rekstrarupplýsingum, yfirlitum og uppgjörum í skýinu getur þú skoðað þær hvenær sem er og þannig gert raunhæfari áætlanir.

Skattaskýrsla og uppgjör - við sjáum um það

Meðan við sjáum um umstangið hefur þú meiri tíma til að sinna því sem mestu máli skiptir: Daglegum rekstri og starfsemi fyrirtækisins.

Við höfum áratuga reynslu sem nýtist þér

KPMG er eitt elsta og virtasta enduskoðunarfyrirtæki heims. Reynsla og þekking starfsfólksins nýtist öllum viðskiptavinum okkar.

Gerðu þína eigin reikninga

Reikningagerð verður leikur einn og þú getur útbúið eigin sölureikninga rafrænt eða á pappír og tengt við innheimtu í bankanum þínum.

Launavinnsla - láttu okkur sjá um launin

Bókarinn getur séð um launaútreikning og skattskil sé þess óskað og sparað þannig dýrmætan tíma.