Íslenski hluti af KPMG 2025 CEO Outlook könnuninni
Viðhorf stjórnenda í breyttu rekstrarumhverfi
KPMG 2025 CEO Outlook er könnun sem KPMG Global gerir í samstarfi við Forbes, en könnunin er gerð á yfir 1.300 stjórnendum stærstu fyrirtækja heims. Könnunin var gerð á tímabilinu júlí til september 2025.
Könnun KPMG á Íslandi er byggð á völdum spurningum úr CEO Outlook könnun KPMG. Prósent sá um að gera könnunina á Íslandi meðal 115 stjórnenda meðalstórra og stórra fyrirtækja. Könnunin var framkvæmd í september 2025.
Helstu niðurstöður íslensku könnunarinnar sýna að stjórnendur hér á landi eru mun svartsýnni en erlendir kollegar sínir. Þeir telja óvissu í heimsmálum og innanlands hafa neikvæð áhrif á rekstur og framtíðarhorfur. Þetta kemur fram í samanburði við alþjóðlegu niðurstöðurnar, þar sem erlendir stjórnendur sýna meiri bjartsýni og virðast þegar hafa aðlagað stefnu sína að nýjum veruleika.
Áskoranir og tækifæri
- Óvissa í heimsmálum og innanlands er talin helsta ógn við rekstur.
- Skortur á fyrirsjáanleika í reglu- og skattamálum eykur á óvissu.
- Þörf er á að stjórnvöld tryggi stöðugleika og skýran ramma fyrir fyrirtæki.
- Í óvissu felast einnig tækifæri – t.d. í nýsköpun, stafrænum lausnum og aðlögun að breyttum markaðsaðstæðum.