Helgi Rafn Helgason

Senior Manager

KPMG á Íslandi

Helgi hóf störf hjá KPMG árið 2010 með áherslu á stefnumótun og rekstrarráðgjöf. Frá 2018-2023 starfaði Helgi sem Forstöðumaður stefnumótunar og viðskiptaþróunar hjá Verði.

Helgi hefur sérhæft sig í stefnumótun, innleiðingu stefnu, umbreytingarverkefnum og samþættingu skipulagsheilda eftir samruna. Helgi hefur leitt verkefni á sínu sérsviði fyrir fjölmörg fyrirtæki, sveitarfélög og opinberar stofnanir. Þá hefur hann einnig sinnt ráðgjöf á sviði samkeppnismála og verðlagningu í eftirlitsskyldum geirum.