Í samvinnu við Framvís unnum við skýrslu um fjármögnun nýsköpunarfyrirtækja fyrir árið 2023

KPMG hefur í gegnum tíðina unnið með fjölmörgum nýsköpunar- og hraðvaxtarfélögum á Íslandi og fylgt mörgum þeirra frá fyrstu skrefum og þar til þau eru orðin stór alþjóðleg félög. 

Við veitum nýsköpunarfélögum alhliða þjónustu, hvort sem það tengist stofnun á fyrirtæki, lögfræðiþjónusta, bókhaldsþjónusta, gerð viðskiptaáætlana, skattamál, fjármögnun, ársreikningagerð (og endurskoðun, ef við á) og svo framvegis.

Nýsköpunarumhverfið á Íslandi hefur sennilega aldrei verið í jafn miklum blóma og nú. Á Íslandi er fullt af kraftmiklu og skapandi fólki með góðar viðskiptahugmyndir. Að byggja upp fyrirtæki og láta viðskiptahugmyndina verða að veruleika er eitt af því skemmtilegasta sem hægt er að gera.