Fyrirtæki í orku og innviða atvinnugreininni skipta gríðarlega miklu máli hvað varðar  sjálfbærni, og þá sérstaklega vegna umhverfislegra þátta. Til dæmis, mynda orkufyrirtækin  lykilforsendu þess að Ísland nái markmiðum sínum um samdrátt í losun  gróðurhúsalofttegunda, mikið magn endurnýjanlegra orku þarf til þess að ráðast í orkuskipti.  Einnig eru innviðafyrirtæki mikilvægur þáttur í því þar sem breyta þarf starfsemi þeirra að einhverju leyti til að geta ráðist í orkuskipti, t.d. með því að breyta vélum í starfseminni til að taka við endurnýjanlegu eldsneyti í stað jarðefna eldsneytis.

Sjálfbærniteymi KPMG hefur veitt stærstu orku- og innviðafyrirtækjum á Íslandi, sem og smærri aðilum og nýsköpunarfyrirtækjum í þeirri atvinnugrein, ýmsa þjónustu. Má þar helst nefna ráðgjöf vegna eftirfarandi: 

Sjálfbær fjármál

  • Teymið þekkir vel til þeirra verkefnaflokka sem heyra undir fjármálaramma fyrirtækja í orku og innviða atvinnugreininni og hefur teymið mikla reynslu á skilyrðum EU taxonomy hvað varðar þessa verkefnaflokka
  • Teymið hefur unnið fjölmarga sjálfbæra fjármálaramma fyrir orkufyrirtæki og einnig útbúið áhrifaskýrslur til að greina frá þeim áhrifum sem fjármögnuð verkefni báru með sér

Grænir iðngarðar

  • Teymið hefur hvað mestu reynslu í að aðstoða fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög við uppsetningu grænna iðngarða en farið er eftir alþjóðlegum stöðlum um græna iðngarða frá Alþjóðabankanum
  • KPMG hefur tekið leiðandi hlutverk í stefnumótunarvinnu við uppsetningu fyrsta græna iðngarðsins á Íslandi á Grundartanga

Sjálfbær aðfangakeðja

  • Teymið hefur í samstarfi við KPMG í Noregi útbúið aðferðafræði við að greina áhættur í aðfangakeðju í sameiningu við stórt orkufyrirtæki í Noregi
  • Einnig hefur teymið mikla reynslu á lífsferilsgreiningum sem geta aðstoðað við að finna tækifæri til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda í aðfangakeðju

UFS stefnumótun og skýrslugerð

  • Sjálfbærniteymi hefur unnið fyrir fjölmörg fyrirtæki í öllum geirum í að móta UFS stefnu og mæla árangur. Einnig hefur teymið útbúið fjölmargar UFS skýrslur fyrir viðskiptavini og aðstoðað þá í að mæla og segja frá árangri á viðeigandi hátt með tilliti til krafa í reglugerð (t.d. t.d. 66. gr. d. um ófjárhagsleg upplýsingagjöf í lögum um ársreikninga og EU taxonomy)

Aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda

  • Teymið hefur aðstoðað Landsvirkjun og Faxaflóahafnir við að skilgreina leiðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og að ná þeim markmiðum sem hafa verið sett fyrir Ísland sem hluti af Parísarsamkomulaginu