KPMG og DecideAct stóðu fyrir morgunfundi þann 13. mars fyrir þá stjórnendur sem vilja ná árangri í sjálfbærnimálum og vilja stilla upp viðeigandi stjórnskipulagi og innleiða sjálfbærni í rekstur síns fyrirtækis með markvissum hætti.


Á fundinum var fjallað um það hvernig stefnumótun, markviss innleiðing og mæling á sjálfbærniþáttum getur fært fyrirtækjum aukinn árangur. Hafþór Ægir Sigurjónsson, forstöðumaður sjálfbærni og partner hjá KPMG fjallaði um það hvað felst í markvissri innleiðingu á sjálfbærni í rekstur fyrirtækja. Þá fjallaði Henrik Jensen, yfirmaður Global reporting hjá Maersk og stjórnarmaður hjá DecideAct um það hvernig Maersk hefur mótað skýra sýn á sjálfbærni í rekstri og tengt stefnu, markmiðum og upplýsingagjöf við þau málefni sem skipta mestu máli fyrir árangur fyrirtækisins.

Dagskrá

 • Markviss innleiðing sjálfbærnimála
  Hafþór Ægir Sigurjónsson, partner og forstöðumaður sjálfbærni hjá KPMG
 • Stefnumótun og upplýsingagjöf í sjálfbærni hjá Maersk
  Henrik Jensen, yfirmaður Global reporting hjá Mearsk samstæðunni og stjórnarmaður DecideAct
 • Pallborðsumræður
  Hafþór Ægir Sigurjónsson, KPMG
  Henrik Jensen, Maersk
  Hildur Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri DecideAct á Íslandi

Fundarstjóri var Elva Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastýra Festu, miðstöðvar um sjálfbærni.

Myndir frá fundinum

Gestir á morgunfundi KPMG að tala saman
Elva Rakel Jónsdóttir framkvæmdastýra Festu á morgunfundi KPMG
Hafþór Ægir Sigurjónsson með erindi á morgunfundi KPMG
Jóhanna Gunnþóra úr sjálfbærniteymi KPMG ber upp spurningu á morgunfundi KPMG
Gestir hlusta á erindi á morgunfundi KPMG
Hlynur Sigurðsson framkvæmdastjóri KPMG í pontu á morgunfundi KPMG
Gestir á morgunfundi KPMG að hlusta á erindi
Henrik Jensen frá Maersk með erindi á morgunfundi KPMG
Gestir á morgunfundi KPMG tala saman með kaffibolla
Fulltúar KPMG og DecideAct á morgunfundi
Fjöldi gesta á morgunfundi KPMG

Nánari upplýsingar veitir

Úttekt á upplýsingagjöf og innra eftirliti með sjálfbærniupplýsingum er grunnur að því að leggja fram full endurskoðaðar sjálfbærniskýrslur. Sérfræðingar KPMG á sviði sjálfbærni og endurskoðunar geta veitt góða innsýn inn í hvort núverandi ferli og verklag við gerð sjálfbærniskýrslu uppfylli kröfur sjálfbærnistaðla.

informative image