Fjölmenni á morgunfundi KPMG um sjálfbærni og upplýsingagjöf

Íslensk fyrirtæki hafa stórbætt sig í upplýsingagjöf en fjöldi fyrirtækja sem gefa út sjálfbærniskýrslur hefur aukist um 39% á milli áranna 2020-2022. Helsta skýringin á þessari miklu aukningu er sú að löggjöfinni var breytt árið 2020 og í nýju lögunum er stærri fyrirtækjum skylt að upplýsa um sjálfbærni í ársreikningum. Aukinn þrýstingur frá fjárfestum og öðrum hagsmunaaðilum hefur einnig leitt til aukinnar upplýsingagjafar um sjálfbærni hjá fyrirtækjum. Á næstu árum munu lagasetningar á atvinnulífið um upplýsingagjöf vegna sjálfbærni aukast enn frekar. Íslensk fyrirtæki þurfa að bæta ýmsa þætti er varða upplýsingagjöf til að standast erlendan samanburð. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn KPMG á alþjóðavísu sem kynnt var á fundi KPMG og Viðskiptaráðs Íslands í morgun.  

Upptaka frá fundinum

Hér er hægt að skoða skýrsluna og helstu niðurstöður

Myndir frá Morgunfundi KPMG og Viðskiptaráðs Íslands

Hlynur Sigurðsson
Hildur Flóvenz
Soffía Eydís
Sævar Helgi
Svanhildur Hólm
Pallborð
panel
salur
salur
salur
Erla
salur
salurinn
informative image