Síðustu þrjá áratugi hefur það verið valkvætt að veita upplýsingar um sjálfbærni. Í úttektum KPMG á upplýsingagjöf í sjálfbærni hafa komið fram mikilvægar upplýsingar um hvernig eigi að bæta upplýsingagjöf fyrir stjórnendur, sjálfbærnisérfræðinga og stjórnir fyrirtækja.

Í dag er löggjafinn langt komin með að taka upp lögboðna og stýrða útgáfu sjálfbærniskýrslna og reiknað er með að skýrsluumhverfið breytist umtalsvert. Í niðurstöðum „Úttektar á sjálfbærniskýrslu“ fyrir KPMG árið 2022 er núverandi staða skýrslugerðar skoðuð og almennrar stefnu fyrirtækja sem getur gert þeim kleift að mæta auknum eftirlitskröfum - um leið og þau hafa áhrif og skapa verðmæti fyrir samfélagið.

KPMG-úttektin fyrir 2022 er ein yfirgripsmesta og áreiðanlegasta hnattræna rannsóknin á sjálfbærniskýrslugerð, byggð á greiningu reikningsskila, sjálfbærni, umhverfis- og samfélagsþáttum og stjórnarháttum (ESG), og vefsvæðum 5800 fyrirtækja í 58 löndum, svæðum og umdæmum.

Hún þjónar sem leiðarvísir fyrir þau sem gera sjálfbærniskýrslu fyrir sitt eigið fyrirtæki. Hún styður einnig við fjárfesta, forstöðumenn eigna og matsfyrirtæki sem nú taka sjálfbærni eða ESG-upplýsingar með inn í frammistöðu- og áhættumat síns fyrirtækis.

Úttekin árið 2022 tekur til nýrra umfjöllunarefna sem endurspegla breytilegt eðli sjálfbærniupplýsinga. Nýir kaflar fela í sér meðferð mats á efnislegum þáttum ásamt úttekt á félagslegri og stjórnunarlegri áhættu. Niðurstöðurnar gefa til kynna fimm nýjar stefnur í sjálfbærniskýrslugerð:

  • Sjálfbærniskýrslugerð vex í áföngum og sveigist í áttina að staðlanotkun sem mótast af mati hagsmunaaðila á efnislegum þáttum
  • Í auknum mæli er skýrt frá loftslagstengdri hættu og markmiðum um kolefnishlutleysi, í samræmi við TCFD (Task Force on Climate-related Financial Disclusures)
  • Það er aukin vitund um hættu sem steðjar að líffræðilegri fjölbreytni
  • Í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun (SDG) eru gæði tekin fram yfir magn
  • Skýrslugjöf um loftslagshættu kemur fyrst, fylgt eftir af samfélagslegri og stjórnunarlegri áhættu.

Íslensk fyrirtæki hafa stórbætt sig í upplýsingagjöf

Íslensk fyrirtæki hafa stórbætt sig í upplýsingagjöf en fjöldi fyrirtækja sem gefa út sjálfbærniskýrslur hefur aukist um 39% á milli áranna 2020-2022 eða úr 52% í 91%. Helsta skýringin á þessari miklu aukningu eru breytingar á lögum um ársreikninga árið 2020 en skv. lögunum er ákveðnum hópi fyrirtækja skylt að upplýsa ákveðna sjálfbærnitengda þætti í ársreikningi.  Auk þess má ætla að aukin þrýstingur frá fjárfestum og öðrum haghöfum hafi einnig leitt til þess að fleiri fyrirtæki veiti upplýsingar um sjálfbærni. 

Tölurnar sýna að íslensk fyrirtæki eru að sinna upplýsingaskyldu sinni. Hins vegar, þurfa fyrirtækin að gera ráðstafanir til að skilgreina betur frammistöðu í sjálfbærni, samþætta sjálfbærni þvert á starfsemina og grípa til aðgerða til að mæta yfirlýstum markmiðum.

Staðan á Íslandi - helstu niðurstöður

Staðan á Íslandi

Staðan á Íslandi - losun gróðurhúsalofttegunda

Staðan á Íslandi

Staðan á Íslandi - helstu viðmið

staðan á íslandi 2

                

                







Survey of Sustainability Reporting



Download PDF ⤓ (10.8 MB)