KPMG hefur unnið náið með fyrirtækjum í verslun og þjónustu á undanförnum árum. Með víðtækri þekkingu okkar á þessari atvinnugrein getum við aðstoðað þitt fyrirtæki að vera sem samkeppnishæfast. Okkar lausnir eru sérsniðnar hverju fyrirtæki og styðja við neytendamiðaðan markað. 

Við veitum margvíslega ráðgjöf í útfærslu á markmiðum tengdum sjálfbærni eins og stefnumótun, gerð sjálfbærniskýrsla og áhættugreiningu, viðskiptagreind, upplýsingatækni og stafrænni vegferð fyrirtækja og stofnana. Teymi KPMG er reynslumikið og hefur komið að mörgum verkefnum og aðstoðað fjölmarga aðila við að nýta upplýsingatækni og stafrænar lausnir við að efla innviði, styðja við vöxt, draga úr kostnaði og skapa verðmæti. 

Endurskoðunaraðferðir KPMG eru í stöðugri þróun í takt við breytingar í umhverfi og þá áhættu sem rekstur viðskiptavina okkar stendur frammi fyrir hverju sinni. Sérhæfing eftir atvinnugreinum er vaxandi innan KPMG en með slíkri sérhæfingu reynum við að tryggja að viðskiptavinir okkar hafi í höndum þær upplýsingar sem best eru til þess fallnar að byggja ákvarðanir á.

Með bókhaldsþjónustu KPMG losnar þú við umstang við bókhald fyrirtækisins. Úthýstu áhyggjunum og fáðu aðgang að þínum eigin bókara, góðu og lifandi yfirliti yfir reksturinn og um leið hefur þú meiri tíma til að sinna starfseminni.

Við getum aðstoðað þitt fyrirtæki með

  

Nýjustu útgáfur frá Verslun og þjónustu KPMG Global