KPMG og sveitarfélögin

KPMG hefur um áratugaskeið verið leiðandi í þjónustu við sveitarfélögin í landinu, jafnt stór og smá,  m.a. á sviði rekstrar, reikningsskila, endurskoðunar, áætlanagerðar, stjórnsýslumála og svo mætti lengi telja. Við leggjum ríka áherslu á fjölbreytt þjónustuframboð og að þróa þjónustu okkar stöðugt í takt við þarfir sveitarfélaganna á hverjum tíma. Við leggjum metnað okkar í að veita framúrskarandi þjónustu til sveitarfélaga af öllum stærðum og gerðum, vítt og breytt um landið. 

Í kjölfar sveitarstjórnarkosninga á fjögurra ára fresti höfum við boðið kjörnum fulltrúum upp á fræðslufundi um starfsumhverfi sveitarfélaganna almennt en sníðum fundina að aðstæðum í hverju sveitarfélaga í samræmi við óskir og þarfir á hverjum stað. Í framhaldi af nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum munum við bjóða kjörnum fulltrúum og eftir atvikum stjórnendum sveitarfélaga til slíkra fræðslufunda þar sem í boði verður upp á almenna umfjöllun um einstök málefni ásamt sértækari umfjöllun sem sniðin er að aðstæðum á hverjum stað. 

Frekari upplýsingar um útfærslu og mögulegar tímasetningar fyrir hvert sveitarfélag veita þeir:  

Róbert Ragnarsson (rragnarsson@kpmg.is) og Magnús Kristjánsson (mkristjansson@kpmg.is)  

Stjórnsýsla og lagaumhverfi

Stjórnarhættir og skilvirkt stjórnskipulag eru stöðug áskorun í rekstri sveitarfélaga. KPMG hefur komið að stjórnarháttum og skipulagi margra opinberra aðila, en jafnframt stjórnarháttum stærri verkefna sem tengir saman marga ólíka aðila.  

Við höfum á að skipa sérfræðingum í sveitarstjórnarrétti, stjórnsýslurétti og opinberri stjórnsýslu og höfum veitt sveitarfélögum aðstoð í fjölbreyttum verkefnum á því sviði, s.s. varðandi samþykktir og gjaldskrár, nefndaskipan, samstarfsverkefni sveitarfélaga og margt fleira.  Einnig höfum við aðstoðað sveitarfélög við innleiðingu nýrra laga um samræmda þjónustu í þágu farsældar barna.  

Tengiliðir:

Sesselja Árnadóttir
sesseljaarnadottir@kpmg.is

Freyja Sigurgeirsdóttir
fsigurgeirsdottir@kpmg.is

Fjárhags- og sjóðstreymisáætlanir

Mikill fjöldi sveitarfélaga nýtir áætlanalíkan KPMG við árlega áætlanagerð sína og hafa sérfræðingar KPMG verið stjórnendum sveitarfélaga til ráðgjafar við framsetningu og gerð áætlana um árabil. Okkar teymi hefur á að skipa reynslumiklum ráðgjöfum á sviði áætlanagerðar með góða þekkingu á reikningsskilum og fjármálum sveitarfélaga.  

Tengiliðir:

Jón Ari Stefánsson
jstefansson@kpmg.is

Björgvin Guðmundsson
bgudmundsson@kpmg.is

Ingimar Guðmundsson
igudmundsson@kpmg.is

Karen Huld Gunnarsdóttir  
kgunnarsdottir@kpmg.is

Reikningsskil og endurskoðun

Skipulag endurskoðunar er unnið í nánu samstarfi við sveitarfélög þar sem komist er að sameiginlegri niðurstöðu um hvaða áhættu reksturinn stendur frammi fyrir. Slík áhættugreining er grundvöllur að skipulagi endurskoðunarvinnunnar. KPMG sinnir endurskoðun hjá miklum meirihluta íslenskra sveitarfélaga sem veitir okkur sérstöðu í þekkingu á rekstri, áskorunum og tækifærum sveitarfélaga á landinu.  

Sérfræðingar KPMG búa sömuleiðis yfir mikilli þekkingu á reikningsskilareglum, bæði íslenskum og alþjóðlegum og leggja metnað í að vera í fremstu röð. KPMG hefur á að skipa sérhæfðu starfsfólki sem ætíð er reiðubúið að veita viðskiptavinum okkar og starfsfólki ráðgjöf við úrlausn flókinna viðfangsefna á sviði reikningsskila.  

Tengiliðir:

Haraldur Örn Reynisson
hreynisson@kpmg.is

Kristján Jónasson
kjonasson@kpmg.is

Auðunn Guðjónsson
agudjonsson@kpmg.is

Þorsteinn G. Þorsteinsson
tthorsteinsson@kpmg.is

Lilja Dögg Karlsdóttir
lkarlsdottir@kpmg.is

Magnús Jónsson
magnusjonsson@kpmg.is

Sigurjón Örn Arnarson
sarnarson@kpmg.is

Sameiningar, stefnumótun, úttektir, greiningar og rekstrarráðgjöf

Sérfræðingar KPMG hafa sömuleiðis komið að fjölda sameiningarverkefna síðustu árin á öllum stigum þess ferlis og stuðlað þannig að farsælli samvinnu allra hagaðila. 

KPMG hefur aðstoðað sveitarfélög við stefnumótun og markmiðasetningu í fjármálum þar sem skipulögðu verklagi er beitt við að móta sýn um framtíð í fjármálum sveitarfélaga til næstu ára. Markmiðið er að ná góðri yfirsýn og móta aðgerðaáætlun sveitarstjórnar sem unnt er að vinna bæði til lengri og skemmri tíma ásamt því að innleiða verklag sem styður við. 

Tengiliðir:

Steinþór Pálsson
steinthorpalsson@kpmg.is

Róbert Ragnarsson
rragnarsson@kpmg.is

Magnús Kristjánsson
mkristjansson@kpmg.is

Hildur Jónsdóttir 
hjonsdottir@kpmg.is

Stafræn þróun og hagnýting upplýsingatækni

Kröfur til sveitarfélaga um aukna og skilvirkari þjónustu mun bara aukast á komandi árum og ætli sveitarfélög að halda í við þá þróun er mikilvægt að fjárfesta í nútímalegum tæknilausnum. Sérfræðingar KPMG gerðu nýlega greiningu á skrifstofuhugbúnaðarumhverfi og hafa aðstoðað sveitarfélög í innleiðingu nýrra lausna. 

Þá hafa sérfræðingar KPMG sömuleiðis þróað og innleitt stjórnendamælaborð hjá mörgum sveitarfélögum sem hjálpa stjórnendum að auka yfirsýn og bæta vinnulag. Slík mælaborð sækja fjárhagsupplýsingar í fjárhagsupplýsingakerfi sveitarfélaga og birta rauntímaupplýsingar í gagnvirku viðmóti.  

Tengiliðir:

Davíð Halldórsson
dhalldorsson@kpmg.is

Hjálmur Hjálmsson
hhjalmsson@kpmg.is

Sylvía Vilhjálmsdóttir
svilhjalmsdottir@kpmg.is

Sjálfbærni og umhverfismál

KPMG veitir heildstæða þjónustu á sviði sjálfbærni og sjálfbærra fjármála. Teymi KPMG er reynslumikið og hefur komið að mörgum áberandi verkefnum á sviði sjálfbærni á Íslandi undanfarin ár. 

KPMG býr yfir djúpri þekkingu og reynslu á sviði umhverfis- og loftslagsmála, félagslegrar sjálfbærni, stjórnarhátta og hagsældar. Þá nýtur sjálfbærniteymi stuðnings reynslumikils hóps sérfræðinga innan KPMG á sviði endurskoðunar, lögfræði, skattamála, gagnagreininga o.fl. Að auki hefur teymið aðgang að neti sérfræðinga KPMG á heimsvísu. 

Tengiliðir:

Hafþór Ægir Sigurjónsson
hsigurjonsson@kpmg.is

Hildur Tryggvadóttir Flóvenz
htflovenz@kpmg.is

Auk þess sem að framan er talið höfum við aðstoðað sveitarfélög í landinu og samtök þeirra við margvísleg önnur mál sem of langt mál er að telja upp hér og listinn hér að ofan því hvergi nærri tæmandi.