Magnús Ólafur Kristjánsson

Partner

KPMG á Íslandi

Magnús hefur víðtæka reynslu í endurskoðun og verkefnum tengdum sveitarfélögum og sjávarútvegi.

Magnús hóf störf hjá KPMG árið 2001. Hann hefur hefur komið að fjölþættum verkefnum fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina KPMG. Meðal verkefna sem hann hefur sinnt eru reikningsskil, áætlanagerð, líkanasmíði, ráðgjöf á sviði rekstrar, fjármála, stefnumótunar og mannauðsmála, verðmat fyrirtækja, sérfræðiþjónusta á sviði félagaréttar og skattamála, ráðgjafarþjónusta við sveitarfélög og fleira. Hann hefur haft umsjón með reikningsskilaþjónustu og komið að endurskoðun á umfangsmiklum fyrirtækjasamstæðum, m.a. í alþjóðlegu umhverfi.

Magnús hefur mikið unnið í verkefnum á sviði sjávarútvegs og starfaði meðal annars sem fjármálastjóri í sjávarútvegi á árunum 1995 til 2001.

Þá hefur hann unnið að ráðgjafarverkefnum fyrir fjölda sveitarfélaga um allt land, meðal annars á sviði áætlanagerðar, fasteignarekstrar, greininga og rekstrarráðgjafar.

  • MBA í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 2014.

  • Hagfræðingur, B.Sc. Econ. frá Háskóla Íslands árið 1993.